Morgunn - 01.06.1930, Side 55
MORGUNN
49
á einhverja mynd, sem hafi verið tekin, en það sé ó-
greinilegt; lí'klega er hér átt við myndir, sem Magnús
Ólafsson tók við jarðarför Haralds.
Nú segir miðillinn: „Hann stendur í sambandi við
einhverja kirkju, hann hefir verið prestur“. Hún segir,
að hann biðji um að skila til prestanna heima, að bara að
hann gæti nú komið aftur til jarðarinnar með þá þekk-
ingu, sem hann nú hefir öðlast, þá skyldi hann prédika
og herða á því, sem hann hefði sagt á meðan hann lifði.
Segir, að hann hafi átt einhverja forláta. biblíu, sem eg
geymi vandlega; það séu skrifpappírsblöð fest inn í
hana, og eitthvað skrifað á þau, en hún sér ekki, hvað
það er. Þetta er auðvitað biblían frá lærisveinum Har-
nlds, sem eg hefi getið um áður, fremst eru fest í hana
nokkur blöð, þar er fyrst skrautritað ávarp frá læri-
sveinunum og síðan koma nöfn þeirra allra skrifuð með
eigin hendi.
Þá sýnir maðurinn lítið herbergi; inni í því er skrif-
borð með mörgum skúffum. Miðillinn segir, að hann
sýni sér mig ganga í gegnum mikið af skrifuðum blöðum,
sem hann hafi átt, hann hafi þá verið með mér; í einni
skúffunni er sálmabók, sem hann hafi átt. Svo segir
hún, að hann segi: „Hvað eg gæti nú sagt ykkur mikið,
«f eg væri kominn til ykkar“. Þetta er lýsing á skrif-
stofu Haralds hér á Laugarnesi og skrifborði hans, of-
an á skrifborðinu er hylla með mörgum skúffum, þar
er sálmabókin hans ennþá í einni skúffunni; auðvitað
gekk eg í gegnum alt, sem í skrifborðinu var, eftir dauða
hans. —
Maðurinn talar um mynd af sér, þar sem hann sé
nieð fleirum. Hann standi á myndinni, en styðji hendinni
á eitthvað, segir að eg hafi lánað ])essa mynd burtu. Þetta
ei’ mynd af okkur hjónunum með börnin okkar, Haraldur
stendur og styður höndinni á öxlina á Jónasi litla; eg
hafði lánað myndhöggvara þessa mynd til eftirsjónar um
tíma í fyrravetur. Talar um einhverja minningartöflu,
4