Morgunn - 01.06.1930, Síða 59
M 0 RGU N N
53
Fundur með Einer Nielsen í Kaupmannahöfn,
22. ágúst 1929.
Þegar eg kom til Hafnar fékk eg fund með mann-
gervingamiðlinum Einer Nielsen. Á þeim fundi voru ís-
lendingar auk mín og Guðrúnar, stjúpdóttur minnar,
tvær konur norðan af Akureyri, Anna Magnúsdóttir og
Jóhanna Jóhannsdóttir, fósturdóttir hennar; voru þær
báðar Haraldi talsvert kunnugar. Ennfremur voru 9 Danir
a fundinum, auk miðilsins; enginn þeirra þekti ])ó Harald
1 sJÓn, nema Grosserer Bonne og kona hans.
Fundurinn var haldinn á heimili gamallar konu, frú
Dahl, kyntist Nielsen henni ekki fyr en í fyrra vetur. Við
íslendingarnir komum nokkru á undan fundinum og at-
huguðum fundarstofuna og byrgið; þar var ekkert inni
annað en: stóllinn, sem miðillinn sat á.
Fundurinn byrjar með söng og síðan er sungið lengst
af á meðan fundurinn stendur. Miðillinn sofnar eftir dá-
^itla stund; kemur þá fyrst stjórnandinn, sem nefnir sig
Mica og segist vera Indverji; heldur hann ræðu gegnum
rrúðillinn og boðar, að nú fari líkamningarnar að byrja.
Aftur líður æðilangur tími, ]>á er byrgistjaldinu svift
«1 hliðar og fram kemur kvenvera sveipuð slæðum, hún
stendur alllengi á gólfinu, greiðir úr slæðunum og sýnir
l)8er, segir „Agnete“. Eftir ]iað kemur hver veran á fætur
annari, af ýmsum stærðum. Flestar fylgja þær Nielsen
°S birtast á flestum fundum hjá honum, en þó komu líka
astvinir ýmsra, sem viðstaddir voru, töluðu við þá og létu
Vel að þeim; alls birtust 19 manngervingar á fundinum,
sumir hvað eftir annað. Ein veran er dansmær, sem altaf
tekur nokkur dansspor og sveiflar um sig slæðunum jafn-
tramt. __
Þrjár verur komu, sem aðallega sneru sér að mér.
Fyrst kemur kona, sem gengur beint til mín, tekur í skúf-
lnn á húfunni minni og hrópar upp yfir sig af gleði yfir
llví, að sjá íslenzka búninginn. Hún nefnir eitthvert nafn,