Morgunn - 01.06.1930, Page 60
54
M 0 R GUNN
en sem við heyrðum fyrst ekki, hvað var. Þá kemst hún í
geðshræringu og hverfur inn í byrgið, við heyrum eins og
gráthljóð til hennar. Rétt á eftir kemur hún út aftur, snýr
sér enn að mér, og nefnir hvað eftir annað nafn, sem við
seinast heyrum að er Snæbjörn. Eg stend þá upp og á
móti henni og spyr, hvort hún sé kona Snæbjarnar Arn-
ljótssonar; okkur var leyft að standa upp á móti verun-
um, ef við aðeins sleptum ekki höndum þeirra, sem við
sátum hjá. Konan verður feykilega glöð, játar spurningu
minni og biður mig að bera Snæbirni kveðju sína. Síðan
gengur hún fast að mér, eg sé andlit hennar mjög vel, það
sem ekki er hjúpað slæðum; sérstaklega tek eg eftir nef-
inu, sem er nokkuð áberandi í andlitinu, en fallega lagað.
Hún lítur að mér og kyssir mig á kinnina, biður mig að
muna eftir að skila kveðjunni og segir, að eg eigi mynd af
sér í íslenzka búningnum. Eg sá aldrei konu þessa í lifanda
lífi, en Snæbjörn hafði gefið okkur hjónunum mynd af
henni, var hún þar í íslenzka búningnum, en var annars
norsk að ætt; nú talaði hún dönsku, en þó með norskum
málblæ. Konan hverfur síðan inn í byrgið, en eftir að hún
er komin þangað, heldur hún um stund áfram að tala við
okkur. Segist hún hafa átt íslenzka hátíðabúninginn, en
eftir að hún hafi dáið, hafi hann verið gefinn konu, sem
var minni en hún, og konan hafði tekið búninginn sundur
og minkað hann. Um þetta hefir sjálfsagt enginn vitað,
sem á þessum fundi var, en reyndist rétt.
Næst kemur unglingspiltur, eg sé andlit hans, ]iað
er nett og mjög fínlegt, nefið alveg ólíkt nefinu á konu-
andlitinu. Hann stendur í byrgisdyrunum og segir skýrt
með alíslenzku hljóði: „Sigurður Kvaran“, mun þetta
hafa verið sonur skáldsins Einars Kvaran, sem dó 15
vetra. Eg spyr, hvort eg eigi að bera foreldrum hans
kveðju frá honum, hann játar því, en hverfur svo inn
í byrgið.
Þá kemur há karlvcra hjúpuð slæðum. Hann stansar
í herbergisdyrunum; mér dettur Haraldur í hug, en er