Morgunn - 01.06.1930, Síða 61
MORGUNN
55
kó ekki viss um það, en þá hrópar Guðrún, stjúpdótt-
lr mín: ,,Pabbi“. Veran svarar: „Já“, og kemur fram
á gólfið — til okkar; við Guðrún stöndum þá báðar
UPP á móti honum, og göngum fast að honum. Eg
nú andlitið skýrt, það er hjúpað slæðum ofan á
ennið og kjálkarnir og hakan, en miðparturinn af andlit-
lnu> augu og nef er alholdgað og engum blöðum um það
að fletta að það er Haraldur. Eg hafði einsett mér að
komast ekki í geðshræringu, hvað sem fyrir kæmi og mér
tókst það. Eg lít þá að honum og segi: „Haraldur", hann
^e&gur þá vangann að mínum vanga, eg finn holdið, það
kefir líkamshita, þó í kaldara lagi, og mér finst það
ttaumast fyllilega þétt og eins og ofurlítið rakt. Við það
að við þekkjum hann, sýnist Haraldur komast í afarmikla
Seðshræringu, svo líkamningurinn getur ekki haldið sér,
en hverfur inn í byrgið og segir um leið með grátklökkri
röddu á íslenzku: „Jesús minn, eg þakka þér“. Allir við-
staddir, sem þektu Harald í lifanda lífi, ]>ektu röddina,
sem var nákvæmlega rödd Haralds, þegar hann komst í
geðshræringu, ofurlítið hás og titrandi, en auðheyrt er,
að geðshræringin er sprottin af ofsagleði og eftirvæntingu.
Eftir ofurlitla stund kemur veran fram aftur og er nú
styrkari; við Guðrún stöndum báðar upp á móti honum,
hann lætur vel að okkur báðum, leggur vanga sína að
vóngum okkar; nú leynir sér ekki, að vangar hans eru
rakir, því vangar okkar verða rakir af þeim; Guði'ún tek-
Ur líka eftir eðlilegum líkamshita. — Veran stendur þó
nokkra stund hjá okkur, en reynir nú ekki að tala, sýnir
°kkur aðeins ástaratlot, hverfur síðan inn í byrgið og
kemur ekki aftur.
Síðar á fundinum fékk eg þau boð frá Haraldi, að
hann bæði mig um að fara ekki strax heim, en bíða við
°g fá annan fund hjá Nielsen. Gerði eg það. Á þeim fundi
kom Haraldur aftur fram, en þá betur holdgaður, en á
fyrri fundinum, því nú var ekki hulið slæðum annað en
efsti hluti ennisins og hakan. Fyrir mér er því enginn efi