Morgunn - 01.06.1930, Page 62
56
M 0 R G U N N
á því, að vera þessi hafði alt andlitslag Haralds, aðeins
er eins og líf vanti í drættina, verurnar verða líkari marm-
aramyndum en mönnum, þó þær hreyfist og tali; á seinni
fundinum reyndi Haraldur ekki að tala.
Einu sinni á fyrri fundinum kom einn framliðinn vin-
ur Bonnes til hans og talaði lengi við hann í hálfum hljóð-
um, svo aðrir heyrðu ekki; Bonne sat við annan enda byrg-
isins. En á meðan þeir töluðust við, komu aðrar verur
fram undan byrgisbrúninni hinum megin, ]>annig að við
horfðum altaf á tvær holdgaðar verur í einu og talaði
önnur í sífellu.
Til frekari sönnunar læt eg fylgja hér vottorð frá.
íslenzku konunum, sem á fundinum voru, um það að þær
hafi þekt. Harald.
Við undirritaðar vottum, að við sáum prófessor Har-
ald Níelsson koma fram alholdgaðan á tveim fundum nú
í haust hjá miðlinum Einer Nielsen. Við þektum báðar út-
lit prófessorsins og hreyfingar. Ennfremur heyrðum við
hann segja á íslenzku: „Ó, Jesús minn, eg ]>akka ]>ér“, og
sáum hann faðma konu sína og dóttur.
10. september 1929.
Anna Magnúsdóttir. Jóhanna Jóhannsdóttir.