Morgunn - 01.06.1930, Page 64
■68
MOEGUNN
annari útgáfu Hin heitir „Phantoms of the Dawn“ (Svip-
ir í aftureldingu) og kom út 1924, með formála eftir Sir
Arthur Conan Doyle.
Eins og nafn fyrri bókarinnar bendir á, hefir Mrs.
Tweedale einskonar miðilshæfileika, sem við og við kem-
ur fram sem skygni eða ýmiskonar næmleiki fyrir dul-
rænum áhrifum. — Reyndar er það ekki nema fremur
sjaldan að hún verður nokkurs vör, en nógu oft til þess,
að hún fékk sjálf snemma áhuga á sálrænum efnum og
dulspeki. — Að því leyti er bókartitillinn þó ekki ná-
kvæmur, að höfundur segir fult svo mikið frá reynslu
annara en sjálfrar sín.
Eg ætla nú að segja frá aðalefni nokkurra þeirra
fyrirbrigða, sem hpf. lýsir í þessum tveim bókum, eink-
um hinni fyrri.
Ekki minnist höf. þess, að hún hafi orðið neins yfir-
náttúrlegs vör fyr en hún var 6 ára. En um það leyti var
það oft, þegar hún var háttuð á kvöldin, að hún og yngri
bróðir hennar, sem svaf í sama herbergi, heyrðu fótatak,
sem færðist upp stigann, og skrjáfaði í silkikjól um leið.
Virtist þessi vera ganga fram hjá herbergisdyrunum, sem
oft stóðu opnar og altaf sömu leið inn í herbergi við hlið-
ina, sem notað var til geymslu. Aldrei sást neitt þessu
samfara, og einkennilegt var það, að veran heyrðist aldrei
fara ofan aftur, og ]>ó var hún vís að byrja aftur göngu
sína strax á ný alla leið að neðan og sömu leið upp stig-
ana. Heyrðu börnin oft margar ferðir farnar ]>annig
hvað ofan í annað, er þau lágu vakandi um nætur, en
aldrei kom þeim til hugar að verða neitt hrædd. Mátti
svo heita, að þessi vera gerði vart við sig á hverri nóttu.
En með hér um bil 10 daga millibili gerðist svo há-
vær draugagangur inni í herbergi barnanna, að þau
vöknuðu um miðjar nætur og settust upp í rúmunum. Þá
var sem alt ætlaði um koll að keyra. Þeim heyrðist stór-
um klæðaskáp þar inni ýmist skelt um koll eða honum
aftur þeytt í sama lag. Stólar, borð og yfirleitt alt, sem