Morgunn - 01.06.1930, Side 68
62
MORGUNN
daginn hætti og veran varð nú róleg og vel viðmælandL
Sagði hún þeim nú upp alla söguna. Kvaðst hún hafa ver-
ið húsþerna þar á staðnum. Þessi áðurnefndi ,,doktor“
hefði drepið húsbóndann og leit út fyrir að hann hefði
gert henni sjálfri sömu skil, af því að hún hefði fengið
vitneskju um glæpinn. Var frásögnin á köflum eitthvað
ruglingsleg. En svo leit út, að það væri ,,doktorinn“, sem
gerði aðal draugaganginn í húsinu og varnaði mönnum
vistar þar.
Frásögn Mrs. Tweedale um þetta er miklu ítarlegrir
en eg verð að láta nægja þennan útdrátt.
Staðbundinn reimleiki hefir lengi gefið mönnum ærið
umhugsunarefni. Og þessi tilfelli, sem frú Tweedale segir
frá, lýsa einmitt fleiri en einni hlið þessa fyrirbrigðis. I
fræðum spíritista er talað mikið um svonefnda „jarð-
bundna“ anda, þ. e. þá sem erfitt virðast eiga með að losa
sig við form og viðfangsefni jarðlífsins, og hljómar það
mjög svo skiljanlega. Dálítið einkennilegra mundi það
þykja, að andarnir þurfi fyrir það að vera mjög bundnir
við alveg ákveðna staði, og ])ó virðist svo vera í mörgum
tilfellum. Al]>ektur er í íslenzkum sögum reimleiki á stöð-
um þar sem menn hafa t. d. orðið úti, eða farist á ein-
hvern hátt voveiflega. Nú er spurningin þessi, að hve
miklu leyti andinn þarf að vera beinlínis bundinn við
þessa staði, hvort hann er það altaf á svo eða Svo löngu
tímabili, nauðugur eða viljugur, eða hvort hann sækir
þangað aðeins á vissum tímum. Einkennileg er og þessi
sífelda endurtekning á sama viðburðinum, sem oft virð-
ist gerast og einna skýrast kemur fram í frásögninni um
skrjáfið í silkikjólnum og fótatakið, sem altaf heyrðist
fara upp stigann en aldrei niður. Eftirtektarverður er
einnig hinn mikli skarkali, sem börnin voru vön að heyra
í húsinu, en enginn annar gat heyrt. — En eg vil ekki að
svo stöddu fara út í það, hvaða skýringar mætti hugsa
sér í þessum efnum, en snúa mér aftur að nokkrum fleiri
dulrænum atburðum, sem Mrs. Tweedale segir frá.