Morgunn - 01.06.1930, Síða 72
66
M 0 R GUNN
ástæða. til að ætla, að þjóðsagnir um landvætti, álfa,
hamratröll o. s. frv., sé hreint ekki skáldleg uppfynd-
ing, heldur hafi menn stundum þózt sjá þessar verur.
Það er ýmislegt, sem bendir á, að það þurfi sérstaka
tegund skygni til að sjá náttúruanda. Mr. Bolt sagðist
hafa haft þessa skygni frá því er hann var barn, mun-
urinn var þá aðeins sá, að hann réð ekkert við þennan
hæfileika, er. nú sagðist hann geta lokað fyrir þessa
sjón og sæi ekkert, nema hann setti sig í vissar stell-
ingar. — Ýmislegt bendir á, að það Ijós, sem dulrænar
verur eða. andar birtast í, sé af mismunandi bylgju-
lengd, eins og kunnugt er um sólarljósið og ,,radio“-
bylgjurnar. Yerður af því skiljanlegt, að eins og þarf
að stemma radio-tækin við ákveðna bylgjulengd, til
þess að geta heyrt tilsvarandi sendistöð, þá geti eins
verið með skygnina. Sá, sem hefir skygni, sem stilt er
á ákveðinn hátt, getur ekki séð það sama og annar
maður, sem stiltur er öðruvísi. Og af þessu er ljóst, að
skygni tveggja manna getur verið alveg ósvikin, enda
þótt þeim beri ekki saman. Þeir sjá aðeins sitt hvor. En
þroskuðust mundi auðvitað sú ekygni vera, sem hægt
væri að stilla eins og radio-tæki í samræmi við hin
ólíku tilveruform.
Áður en horfið er að öðru efni, er rétt að segja
frá tveimur atvikum, sem komu fyrir Mrs. Tweedale
sjálfa, og einmitt snerta náttúruanda. — Hún var einu
sinni á ferð í Austurríki og var tekin þar föst eða sett
undir gæzlu, af því að menn héldu, að hún væri rúss-
neskur njósnari. Hún fékk þó að búa á hóteli þangað
til skjöl væru útveguð, sem sönnuðu, hver hún væri.
Nú var það eina nótt, að hún vaknar upp úr fasta
svefni við einhver óþægileg áhrif. Henni fanst hún heyra
eitthvað skríða eða dragast áfram eftir gólfinu, en ekki sá
hún neitt í dimmunni. Rafmagnslampi var fast við rúm-
ið og kveikti hún á honum og brá þá heldur í brún,
því að á gólfinu sá hún eitthvert skrímsli skríðandi, grá-