Morgunn - 01.06.1930, Page 74
68
M 0 R G U N N
leit út fyrir, að Ijósið hefði óþægileg áhrif á þessa álfa.
Það dró niður í þeim smám saman, þeir urðu óskýrari,
og hurfu loks alveg. — í sambandi við þetta geta manni
dottið í hug íslenzku þjóðsögurnar um dans álfanna á
bæjunum á jólanótt, þegar fólkið hafði farið til kirkju.
Lítur út fyrir, að þær sögur ]>urfi ekki að vera tómur
skáldskapur, heldur hafi að einhverju leyti getað stuðst
við sýnir. —-
Sú spurning hlýtur auðvitað að liggja nærri, í hvaða
tilveruformi þessar sýnir birtist, sem hér hefir verið get-
ið um, eða hvort mannlegir andar og náttúruandar muni
undir sérstökum kringumstæðum geta birst í efnislegu
formi eða því sem næst. Þegar menn ]>æði sjá ]>á og heyra
í einu, að því ógleymdu ]>egar þeir láta eftir sig spor eins
„fáninn“ á veginum, ]>á sýnist formið a. m. k. vera farið
að nálgast ]iað áþreifanlega. — í ýmsum tilfellum mætti
auðvitað láta sér detta í hug, að um beinar ofsjónir væri
að ræða, eins og t. d. í einu tilfelli, sem MrS. Tweedale
segir frá. Hún var einu sinni á ferð á Suður-Englandi, og
gisti ]>ar á heimili, þar sem hún var kunnug. Þegar hún
ætlaði að fara að hátta um kvöldið, varð hún vör við möl-
flugur í herberginu, og þegar hún tók ábreiðuna af rúm-
inu, var koddinn þakinn mölflugum af óvenjulegri stærð,
sem hún hafði aldrei áður séð; þær voru sumar nær þuml-
ungur að lengd og um 3 þuml. á milli vængjabroddanna.
Nú hafði Mrs. Tweedale ekki eins mikið ógeð á neinum
kvikindum eins og einmitt mölfiðrildum. Hún tók sig því
til og fór inn í annað svefnherbergi, sem hún vissi að var
ónotað og svaf þar um nóttina. Morguninn eftir ætlaði
hún að athuga mölflugurnar aftur við dagsljós, en í her-
berginu var ]>á engin sýnileg, og höfðu þó bæði gluggar
og dyr verið lokuð. — Margir mundu nú vilja telja ]ietta
missýningu eina, sem væri þannig til komin, að ef til vill
hafi fyrstu flugurnar, sem hún sá, verið virkilegar, og
hafi svo hræðslan við þær magnað ímyndunaraflið, og
stóru flugurnar á eftir hafi verið tómar ofsjónir. Á rit-