Morgunn - 01.06.1930, Side 75
M 0 R G U N N
69
um Mrs. Tweedale er auðséð, að hún hefir mikið skapandi
ímyndunarafl, og spurningin er nú sú, hvort svo langt
getur komist, að menn beinlínis geti séð fóstur sinnar
eig-in ímyndunar Ijóslifandi fyrir sér, og haldið þau vera
virkilega hluti. — 1 þessu sambandi liggur nú nærri að
sPyrja: — Hvað eru flugur þær, sem menn sjá svo oft
á vissu stigi af ölæði, og sem kvað geta orðið það skýrar,
að sjúklingurinn getur ekki greint þær frá virkilegum
Hugum? Eru ]>etta nú aðeins hugarfóstur, og ef svo er —
vegna hvers er mönnum í þessu ástandi gjarnara til að
ímynda sér flugur en svo margt annað? — Nú sjá reynd-
ar margir annað, t. d. rottur eða mýs, en algengast mun
vera að sjá flugur. — Sumir dulspekingar halda því fram,
að þótt mönnum geti oft missýnst, þ. e. að menn geti þýtt
skakt það sem þeir sjá, ])á séu hinar eiginlegu ofsjónir
(hallucinationir), sem menn svo kalla, oftast verulegir
hlutir, fyrir utan efnisheiminn að vísu, en engu að síður
verulegir fyrir því. — Þeir segja að á bak við efnisheim-
inn liggi andleg efni, sem hinn skapandi máttur tilver-
aunar móti eftir hugsun sinni. Iiugsun mannsins sé part-
Ur af ])essu sköpunarafli og mótist allar myndir hennar
1 þetta andlega frumefni, eða skapi úr því virkilega hluti,
sem séu sýnilegir öllum ])eim, sem hafi þeim samstilta
skygni. En ]>að sé undir atvikum komið, hvort ])essar
hugsunarmyndir haldi áfram að vera til eða þær leysist
UPP aftur. Mundi þá liggja næst að halda, að alt ])að, sem
er í samræmi við allsherjar-sköpunaraflið, eigi varanlega
(ramtíð, en hitt, sem sé í ósamræmi við það, hljóti að
fara forgörðum, fyrr eða síðar.
Flestir munu hafa heyrt getið um franska smábæ-
lnn Lourdes í Suður-Frakklandi, sem er fjölsóttur píla-
Srímastaður ka]>ólskra manna (ca. 600 þús. manns á ári),
0£ þar sem þeir trúa að gerist mörg kraftaverk. Mrs.
Tweedale var þar einu sinni á ferð. Við hótelglugga henn-
clr blasti brattur vegur upp á hæð eina. — Þangað upp
streymdi flokkur pílagríma að krossi, er ]>ar stóð uppi.