Morgunn - 01.06.1930, Page 86
80
MORGUNN
Búðarmaðurinn leitaði til forstjórans og ræddust
þeir við. Forstjórinn kom og spurði, hversu Colley ofursti
óskaði.
„Það er þéttigler", sagði hann.
,,En við seljum ekkert nema ferðatöskur og kof-
fort“, sagði forstjórinn. „Hvað er þéttigler?“
„Stórt gler, sem notað er framan á töfraljóskeri“,
sagði Colley.
Forstjórinn hugsaði sig um andartak, og var þá
sem það rynni upp fyrir honum, að uppi á lofti mundi
standa gamalt töfraljósker, en það hafði faðir hans átt,
og var hann nú dáinn fyrir nokkrum árum.
„Vilduð þér ekki gera svo vel að sækja það?“ sagði
Colley ofursti með nokkrum ákafa.
Forstjórinn fór upp á loft og kom aftur með stór-
an kassa og var á honum mikið af köngulóarvef. En
innan í honum var þéttigler, nálcvæmlega af þeirri stærð,
sem hann hafði óskað eftir, og var það notað í tæki
það, er hann hafði í smíðum, og sagði Colley ofursti,
að það hefði reynst ágætlega í styrjöldinni miklu.
S. H. Kv.