Morgunn - 01.06.1930, Page 88
82
M 0 R G U N N
og þegar eg hafði gert það nokkra stund, var eins og
hann hörfaði undan.
Nú kemur nýtt tímabil. Eg veikist 14 ára gömul, og
sú breyting verður, að sýnimar hverfa, og eg hætti að
hafa löngun til að fara einförum. Eg lá rúmföst 26 vikur
og var heilt ár stöðugt undir læknishendi. Þá varð breyt-
ingin svo mikil í öllu mínu lífi, að þann tíma hvarf þetta.
En strax þegar eg fór að hjarna við aftur, kom þráin að
fá að vera .ein og sömu hugsanirnar komu aftur. Þegar
eg var 20 ára giftiist eg. Fyrstu árin áttum við við mikla
örðugleika að búa. Fyrsta árið réðst maðurinn minn í
að byggja hús hér í Reykjavík, og þegar það var langt
komið, brennur það af slysi, óvátrygt, og við stóðum
uppi allslaus. Um veturinn fengum við lélegt húsnæði,
en sumarið eftir fór maðurinn minn í kaupavinnu austur
í Fljótshlíð, en eg fór heim til foreldra minna, austur
að Hellatúni í Ásahreppi. Þegar kemur fram á miðjan
slátt, þá er það einn laugardag, að eg á von á manninum
mínum til að finna mig og litlu stúlkuna okkar, sem var
fárra vikna. Eg býst við honum á laugardagskvöld. En
í þess stað fæ eg símskeyti um miðjan dag, að hann liggi
hættúlega veikur í lungnabólgu, og hafði þá verið búinn að
liggja þrjá daga. Eg varð hugsjúkari en eg get með orðum
lýst við þessa fregn. Faðir minn fór að finna héraðslækn-
inn til þess að fá sem nákvæmastar fréttir. Þá segir lækn-
irinn honum, að hann sé mjög hætt kominn, enda sé hann
alveg hjúkrunarlaus. Þá er send stúlka frá foreldrum
mínum til að hjúkra honum, en eg gat ekki farið, vegna
þess að eg hafði barnið á brjósti. Á mánudagsnóttina lá
eg andvaka í rúmi mínu að hugsa um þetta fram og
aftur. Undir morguninn féll eg í einhvers konar dvala.
Mér finst þá, að eg vera komin til mannsins míns, þar
sem hann liggur; þá finst mér ókend vera segja við mig:
,,Nú er maðurinn þinn úr allri hættu. Upp frá þessari
stundu fer honum að batna“. Eg rís upp glöð úr þessum