Morgunn - 01.06.1930, Síða 89
MORGUNN
83
^vala, með þá trúarvissu, að honum muni batna. Og eg
Sagði móður minni um morguninn, að eg væri örugg með
bata. Þetta reyndist rétt. Hann komst yfir hættulegasta
stigið þelssa nótt, og batinn hélt svo áfram dag frá degi,
Þar til hann var orðinn frískur.
Svo líður sumarið. Eg er næsta vetur heima hjá for-
eldrum mínum, en hann varð barnakennari austur í
Landeyjum. Ástæðurnar voru svo erfiðar, að við urðum
að sætta okkur við, að vera sitt í hvoru lagi. Svo líður
t^am á vetur. Hann kemur til okkar um jólin, og fer
svo aftur, og ekkert gerist sögulegt. Þá er það fyrir
Paska, að eg á ekki von á, að hann geti komið að
finna mig. En einn dag finst mér, að maðurinn minn
«tji á rúminu hjá mér og haldi utan um mig, og svo
slögt er það fyrir mér, að eg lít við; en þá sé eg ekkert.
La nokkrum klukkutímum seinna kom hann, og þá lifði
eg alveg það sama, sem eg hafði fundið áður en hann
kom. —
Næista sumar eftir þetta er maðurinn minn í kaupa-
Vlnnu. Þá veikist hann af brjósthimnubólgu, og upp úr
henni fær hann bronkítis, en lá ekki lengi og fór að
Vlnna með veikum burðum. En svo er það, að læknir
hannar honum alla vinnu, svo hann fer um haustið aust-
Ur á land til bróður síns, og dvelst þar um veturinn.
Allan þennan tíma, sem hann var fjarverandi, fanst
naer eg vita, hvernig honum leið, fyrir eitthvert dular-
samband. Svo er það eitt atvik, sérstaklega, sem kemur
fyrir. Það var seinni part nætur. Eg lá í rúminu mínu.
Lg var ekki sofandi, en í einhvers konar leiðslu-móki.
Linst mér þá, að maðurinn minn standi við rúmið mitt,
iúti niður að mér, og kyssi mig. Eg opna augun, og þá
Se eg hann ganga frá rúminu mínu og út úr baðstofunni.
^fér vierður dálítið bilt við, og dettur í hug, að annað
hvort sé hann mikið veikur eða dáinn. Eg setti vandlega
a ’Pig þessa nótt, þegar þetta gerðist. En nokkrum vik-
Urn seinna fékk eg bréf frá manninum mínum, og þar
6*