Morgunn - 01.06.1930, Síða 90
84
MORGUNN
segir hann mér, að hann hafi verið mikið lasinn þessa
nótt, sem eg varð vör við hann, og nokkurn tíma
eftir það. —
Þetta má ef til vill teljast aukaatriði, en eg hygg
samt, að þessi reynslutími hafi mikið búið mig undir að
taka á móti þeim áhrifum og þeirri miklu hjálp, sem
eg síðar hefi orðið fyrir, og eg veit, að er mikið mann-
inum mínum að þakka, sökum þess góða skilnings, sem
hann hefir á þeim málum. Okkar samband hefir altaf
verið svo náið. Þegar hann hefir verið fjarverandi, þá
hefi eg stöðugt vitað, hvernig honum hefir liðið og oft
séð þá, sem hann hefir umgengist. Til dæmis skal eg
nefna einu sinni, þegar hann fór austur í Mýrdal. Á
hverjum degi þóttist eg sjá hann og ýmsa menn, er
hann hitti; eg setti útlit þeirra nákvæmlega á mig, svo
að eg gæti lýst þeim fyrir honum,þegar hann kæmi heim.
Síðasta kvöldið, sem hann er í Mýrdalnum, sé eg, að
hann er búinn að skifta um náttstað, og að hann er kom-
inn til konu, sem eg þekti lítið eitt; eg sé hana sjálfa
og búning hennar nákvætnlega, þegar hún er að bera
honum matinn og búa um hann; daginn eftir kemur
maðurinn minn heim. Þá segi eg honum frá þessu öllu
saman og hann segir þetta alt rétt, og þótti honum
mjög merkilegt, að eg skyldi vita svona nákvæmlega um
ferðalag hans.
Haustið 1924 fluttumst við að Berjanesi í Vestmanna-
eyjum. Þar bjó þá kona, sem byrjaði tilraunir með glasn
Ýmislegt kom við þessar tilraunir, sem virtist benda á
samband. Eitt sinn, þegar hún var við glasið, kvartaði
hún um þreytu og þá stafast hjá henni: „Láttu Guð-
rúnu taka við“. Eg tók þá við glasinu; ekkert kom mark-
vert, en krafturinn virtist aukast, glasið fór með mikl-
um hraða, en ekkert stafaðist reglulega í það sinn. Eftir
þetta fór eg að reyna ein, heima hjá mér. Þá fór glasið
strax á stað og stafaði nafnið Lárus Pálsson. Eftir þetta
virtist hann vera stjórnandinn. Hann talaði strax um