Morgunn - 01.06.1930, Side 93
MORGUNN
87
líkamlegu meinin, heldur til þess að vekja fólk til um-
hugsunar um almætti guðs. En veikindi mannanna er
veika hliðin á þeim, og því birtist eg í þesari mynd. Og
nu máttu fara að biðja fyrir sjúka; eg skal vitja þeirra
°S hjálpa eftir mætti. En framvegis kem eg til þín kl.
6 á hverju kvöldi, nema á sunnudögum, þá kl. 9 að
^uorgni". Einnig sagði hann mér að baða mig á hverjum
^Uorgni kl. 81/2 ; þá ætlaði hann að vera viðstaddur.
Einn dag, kl. um 6, sat eg á rúmi mínu. Legubekk-
Ur var undir hinni hliðinni á herberginu gegnt rúminu.
í’á verð eg alt í einu fyrír afarsterkum áhrifum, og eg
lyftist upp í sæti mínu, og svíf á augnabliki yfir í legu-
bekkinn, og kem niður á bakið; eg hafði ekkert að styðja
við, og kom hvergi við. Á þetta horfði maðurinn
uiinn og stúlka, sem var gestkomandi hjá okkur. Eg
er svo látin gera alskonar líkamsæfingar í legubekkn-
um og syngja ósjálfrátt bæði erindi og lag, sem eg hafði
aídrei heyrt áður.
Upp frá þessu fóru fregnir að berast út um bæ-
'nn, og þá fór fólk að gerast forvitið, og biðja mig að
lofa sér að vera við, þegar eg yrði fyrir þessum áhrifum.
meðal margra, sem komu, var læ'rð hjúkrunarkona og
nuddlæknir; hún horfði eins og aðrir á þessar líkams-
æfingar, sem eg var látin gera, og sagði, að æfingarnar
V0eru svo reglubundnar og rétt gerðar, að engum gæti
klandast hugur um, sem á þær horfði, að þær væru gerð-
ar af æfðum leikfimismanni, og allir sæju, að eg hefði
sv« máttlausan líkama, að eg gæti ekki gert þessar æf-
lngar, án þess að vera stjórnað af einhverju sterku vits-
^uuna-afli. — Þetta sama sögðu fleiri. Eg vil taka það
fram, að heilsa mín frá þessum tíma fór stöðugt batn-
andi. Og þó að eg sé mikið fötluð enn, og eg geti ekki
kúist við öðru en verða það, þar sem fóturinn var al-
gJÖrlega máttlaus og tilfinningalítill, þegar Friðrik kom
mín, þá hefi eg fengið eðlilega tilkenningu í allan
^ótinn, og talsverðan mátt í lærið.