Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 98
92
MORGUNN
ur. Kristján þráði mjög að kynnast þessum dulrænu
málum, og hann fann glögt lækningastraumana leggja
um stúfinn. Eg sá oft mikið, þegar eg var að gefa hon-
um þessa strauma.Sérstaklega var það eitt kvöld, að
eg sá einkennilega sýn. Það var eins og eg drægist burtu
úr herberginu, og mér fanst eg standa á einhverri eyði-
s.léttu, og snúa andliti til norðurs; í sama bili sé eg tvo
spítala, annan til hægri handar, en hinn til vinstri, og
sé eg inn í báða spítalana. í spítalanum til vinstri konu,
en í hinum karlmann. Eg sé, að þau muni vera hjón,
og er hugarsambandið svo sterkt á milli þeirra, að það er
sterkur þráður, eins og mannshandleggur, sem mér
finst tengja huga þeirra saman. Nú hverf eg alveg til
konunnar, sem situr á rúmi sínu, og er að hugsa um
manninn sinn, mjög hnuggin að sjá. En mér finst, að
hún sé ekki beinlínis sjúklingur, en af einhverjum
ástæðum verði hún að vera þarna, sem eg gat ekki feng-
ið að vita, hverjar væru.
Eg lýsi konunni nákvæmlega fyrir Kristjáni og sagð-
ist hann kannast við hana. Þá hverf eg inn í hinn spítal-
ann, þar sem karlmaðurinn lá, og lýsi honum mjög ná-
kvæmlega, bæði að útliti og lundareinkennum. Einnig
lýsti eg allri stofunni, sem hann lá í, og kannaðist Krist-
ján við alt saman, bæði manninn og stofuna. Sagði
Kristján, að það væri lýsingin af stofunni, sem hann
hafði legið í á Akureyri, og maðurinn væri einn af
sjúklingunum, sem legið hefði með sér, og að konan,
sem eg hafði séð, væri konan hans; hún væri nú, sagði
Kristján, á spítalanum á Sauðárkróki vegna þess, að
hún væri taugaveikissýklaberi, og þyrfti því að vera
undir iækniseftirliti. Hann sagði, að lýsingin á báðum
hjónunum væri svo nákvæm, að þó að þau stæðu fyrir
framan mig, væri ekki hægt að lýsa þeim betur. Furð-
aði Kristján sig mjög á þessu, þar sem hann hefði aldrei
minst á þessar persónur við mig.
[Staðfesting hefi eg fengið á því frá héraðslækni