Morgunn - 01.06.1930, Síða 102
96
MORGUNN
Vinkona mín biður mig að biðja Friðrik að taka mig
með; hún sagðist hafa betri trú á, að þá gengi lækn-
ingin betur. Eg lofaði því', ef nokkurt gagn væri í því.
Þetta var kl. 11 að kvöldi. Nú hátta eg og bið Frið-
rik fyrir A. og segi honum að taka mig með, ef hann
hafi gagn af því. Hann segist ætla að gjöra það. Eg
finn svo, að eg losna við líkamann, og fer ásamt Frið-
riki til A. Eg sé alt herbergið, sem við komum í, og
stúlku liggja þar í rúmi, sem eg vissi að var A., þó að
eg hefði aldrei hana séð. Eg sá hvern einasta hlut í her-
berginu og mundi eftir því öllu, svo að eg gat gefið A.
rétta lýsingu af því síðar, er við hittumst, og hún sagði
hana mjög nákvæma. Mér finst, að við Friðrik gjörum
afar miklar lækningatilraunir á henni, bæði gefa henni
inn og gjöra mjög mikið við brjóstið.
En A. segir svo frá. Hún segist hafa legið vakandi
í rúminu, og snúið sér til veggjar; hún var að hugsa
um að fara að sofa, því þá ætti Friðrik ef til vildi hægra
með að komast að sér. Hún segir, að klukkan hafi ver-
ið að ganga 12. Alt í einu heyrir hún, að gengið er
inn í herbergið — hún heldur, að það sé systir sín aó
gæta að, hvort glugginn sé opinn, en þykir skrítið, að
hún skuli ekki yrða á sig eða kveikja og loka þá glugg-
anum. Þá dettur henni alt í einu í hug Friðrik, að hann
sé nú kominn til að hjálpa sér. Hún snýr sér því á bak-
ið og fer að horfa í kringum sig. Sér hún þá konu standa
við rúmið og hún segist finna, en ekki sjá, að karlmað-
ur er þar líka. Hún þreifar á konunni og finnur, að hún
er í flúnelskjól; hún sér, að konan tekur vatnsglas á
náttborðinu, hellir einhverju í það og gefur henni að
drekka. Svo finnur hún mikla strauma á brjóstinu og
sér þá karlmannshendur, og konuna alt af vel. Hún
segir, að sér hafi liðið undra vel, og verið í einhverjum
dvala. Þetta varir nokkuð langan tíma. Þegar hún jafn-
ar sig aftur og þetta er liðið hjá, kveikir hún, tekur