Morgunn - 01.06.1930, Side 103
M0R6UNN
97
hitamælinn og mælir sig, og er þá hitalaus; hún segist
hafa verið svo létt og haft svo indæla líðan á eftir.
Hún fékk svo fljótan bata.
Morguninn eftir segir A systur sinni frá þessu, og
iýsir konunni, sem hún sá, og stóð sú lýsing heima við
mig- Og eg lá í flúnelsnáttkjól þessa nótt, eins og A.
^ann að veran var í, sem hún sá og þreifaði á.
Hún sá húsið.
í maímánuði 1927 kom til mín Sæmundur Ólafsson
a Lágafelli í Landeyjum. Biður hann mig að biðja Frið-
nk fyrir konu sína, sem þjáist af hjartasjúkdómi síð-
an í spönsku veikinni 1918. Hann segist vera búinn að
^eita henni lækninga, en ekkert dugi, og sé hún oftast
rúmið.
Eg bað svo Friðrik fyrir konuna, og lofaði hann að
Sjöra tilraun til að hjálpa henni. Um kvöldið, þegar eg
er háttuð, kemur Friðrik til mín, og segist þurfa mína
hjálp við lækningu á konunni.
Tekur hann mig svo úr líkamanum. Sé eg þá, að
við erum komin að timburhúsi járnklæddu; snúa stafn-
ar þess til austurs og vesturs; gluggar á suðurhlið; en
ekki gat eg munað, hvað þeir voru margir. Förum við
austur með húsinu og inn um dyr austa,st sunnan á, og
Var skúrmyndað þak yfir dyrunum. Eg gleymdi svo
hva,ð gjörðist, þar til eg kom aftur í líkama minn. Dag-
lnn eftir kom S. Ó. til mín, og sagði eg honum frá þessu.
^ann sagði, að lýsingin á húsinu værí rétt, svo langt sem
^Un náði. Síðar um vorið fékk eg bréf frá Sæmundi;
Sagði hann, að konan sín væri miklu betri, og eftir nokk-
yrn tíma var hún albata, og hefir sá bati hennar hald-
lsL eftir því sem nágranni hennar sagði mér síðast-
liðið vor
Ljósið, sem drengurinn gat ekki slökt.
Þegar eldri drengurinn minn var ll/> árs gamall,
7