Morgunn - 01.06.1930, Page 104
98
MORGUNN
var það eitt kvöld, að vinnukonan okkar var að svæfa
hann. Alt í einu tekur barnið til að hljóða svo mikið, að
stúlkan ræður ekkert við hann; verður hún því hálf-ergileg'
og yfirgefur barnið. Þegar hún er farin frá vöggunni,
sé eg þrjár Ijósklæddar verur staðnæmast við vögguna.
Þær eru allar að syngja og spila á strengjahljóðfæri.
Söngur þeirra var svo skýr og fagur, að eg fylgdist með
í laginu, þó ekki kynni eg það. Drengurinn þagnaði
strax, þegar þær fóru að syngja og spila, og sofnaði
vært, án þess að nokkur mannleg hönd snerti við hon-
um. Eftir því sem drengurinn stækkaði, tókum við eftir
því, að hann virtist sjá ósýnilegar verur. Æfinlega sá
eg þessar verur líka, sem drengurinn benti á og talaði
um. Eg skal segja frá einu atriði, til dæmis. Drengurinn
hafði kirtlaveikisbólgu í höfðinu, og var eg að reyna
að lækna hann með Friðriks hjálp;; og æfinlega virt-
ist drengurinn vita, þegar Friðrik var kominn, því bó
að hann væri að leika sér, kom hann þá alt í einu hlaup-
andi til mín og lagði höfuðið í kjöltu mína. Svo var
það sérstaklega eitt kvöld, að eg sat í legubekknum, en
maðurinn minn hélt á drengnum skamt frá mér, og var
lágt saumaborð á milli okkar. Nú kemur Friðrik, og fer
að undirbúa lækninguna; sé eg þá, að hann hefir raðað
allskonar áhöldum á saumaborðið. Alt í einu segir dreng-
urinn: „Nú mamma!" Pabbi hans ætlar þá að rétta
mér drenginn yfir borðið, en drengurinn vill það ekki,
heldur setur sig niður á gólfið og hleypur í hring til mín.
Eg fer svo höndum um hann, og á eftir tek eg stúlku,
sem eg var líka að lækna. Eg sé þá, að Friðrik hefir
skrúfað eins og tvær perur á vegginn, aðra með hvítu
ljósi en hina með bláu. Þessi ljós virtist mér hann nota
til lækninga. Drengurinn bendir á vegginn, og segir:
„Nei, sko, ljós“, og ætlaði að reyna að slökkva þau, og
varð hissa að geta það ekki. Þá heyri eg Friðrik segja:
„Þú slekkur nú ekki þetta ljós, drengur minn“.