Morgunn - 01.06.1930, Side 108
102
MOEGUNN
farið sálförum, sem það stundum er kallað. Fyrir sum-
um er þetta svo greinilegt, að þeir kunna frá ýmsu að
segja, sem fyrir þá hefir borið á þessum ferðalögum sál-
arinnar, eða astral-líkamans, sem sumir kalla svo. En
ýmist eru þessi ferðalög farin hér um jörðina, eða jafn-
vel, að því er sumir segja, í heimkynni framliðinna
manna.
í bókmentum sálarrannsóknanna er orðið allmikið
til af bókum, sem segja frá slíkum sálförum, en áður en
eg fer út í að skýra frá því, sem þar er sagt, um hvað
fyrir menn getur borið, er þeir fara sálförum, er rétt
að athuga dálítið, hvort ætla megi, að þessar frásagnir
manna um sálfarir sínar séu réttar og byggist á veru-
leika, eða þær séu einungis bygðar á meira eða minna
ljósum draumum, sem ])á dreymir um slík ferðalög.
Eins og allir vita, hafa sálarrannsóknamenn nútím-
ans við rannsóknir sínar komist að ákaflega mörgu merki-
legu í sálarlífi manna, og margt af því, sem þeir hafa
komist að, eiga vísindamennirnir örðugt með að skýra,
að minsta kosti út frá hinum ]æktu lögmálum efnisheims-
ins. Við þurfum ekki að taka annað en svefninn. Þetta
einkennilega fyrirbrigði, sem allir eru háðir, hefir mönn-
um ekki ennþá tekist að skýra, svo viðunandi þyki. I»að
hafa að vísu komið fram ýmsar kenningar um eðli og
tilgang svefnsins, en líklega er engin, sem getur talist
allsendis fullnægjandi.
En eitt þykjast ])ó sálarrannsóknamenn hafa fundið,
sem snertir svefninn, og ])að er, að þeir telja það sannað,
að sumir menn geti farið úr líkamanum meðan þeir sofa,
eða að minsta kosti hefir það komið fyrir, að aðrir menn
hafa þózt verða varir við þann, sem var sofandi, á öðr-
um stað, sem oft var langt frá þeim stað, er maðurinn
sjálfur var á. Því er meira að segja haldið fram, að það
séu ekki einungis þeir fáu, sem menn telja að hafi sann-
að, að þeir fari sálförum, sem geri það, heldur álíta
sumir, að allir losni að meira eða minna leyti við líkam-