Morgunn - 01.06.1930, Síða 110
104
MOB6UNN
konar fjarsýni, og að það þurfi ekki að vera sönnun þess,
að sálin hafi í raun og veru farið á þá staði, sem lýst er.
Annað, sem talið er að sanni, að þessar sálfarir geti
átt sér stað, eru draumar manna. Um þá hafa líka ýms-
ar kenningar komið fram, en engin, sem er alveg full-
nægjandi, svo vitanlegt sé. Suma drauma má að vísu
rekja til líkamlegra orsaka, og vilja sumir vísindamenn
jafnvel rekja þá alla til þeirra. Menn dreymir oft mjög
greinilega drauma, sem benda í þá átt, að þeir hafi ver-
ið á þeim stað, sem þá dreymir, að þeir séu. Eru meira
að segja til vottfestar sögur um það, að sá, sem er sof-
andi, hafi sézt á öðrum stað langt í burtu, og hefir hann
þá stundum munað eftir því, að hann hafi dreymt þang-
að, en oft hefir það þó reynst svo, að sá, sem sézt hef-
ir, hefir ekkert munað eftir því, sem fyrir hann bar í
draumnum.
1 hinni stórmerku bók sinni, „Persónuleiki manns-
ins“ (Human Personality and its Survival of Bodily
Death), tekur F. W. H. Myers upp margar slíkar sögur,
og er ein af þeim sögum svona:
Maður einn var á ferð í járnbrautarvagni að nóttu
til. Hann var einn í vagnklefa sínum og hafði lagst fyrir
og sofnað, en áður en hann sofnaði, bað hann vörðinn
að vekja sig, er hann kæmi á ákveðna járnbrautarstöð
á leiðinni. Vörðurinn gjörði það, en nokkuð hastarlega,
svo að maðurinn hrökk upp úr draumi, sem hann var að
dreyma. Kveðst hann einmitt hafa verið að dreyma, að
hann væri nú kominn heim til sín, og væri að klæða sig,
og að hann kallaði tvisvar á þjónustustúlkuna, til þess að
biðja hana að færa sér heitt vatn. Hegar hann kemur
heim til sín, er honum sagt, að rétt um það leyti, sem
hann mun hafa verið að dreyma þennan draum, hafi
stúlkan heyrt hann kalla nafn hennar greinilega tvisvar
sinnum. (Hann vissi nákvæmlega, hve nær hann hafði
komið á stöðina, þar sem hann var vakinn, og gat því
borið saman tímann). Af því að stúlkan hafði þá ekki í