Morgunn - 01.06.1930, Side 112
106
MORGUNN
um konuna, sem kom fram á miðilsfundi, er haldinn var
í Los Angeles, meðan hún var sofandi á ferðalagi í Ne-
vada, sem er um 6—700 kílómetra í burtu. Hún sagði
þar til nafns síns, talaði við fundarmenn, og meira að
segja gat líkamað sig, svo menn þektu hana. Á eftir
gat hún skýrt frá öllu, sem fram hafði farið, sagt, hvern-
ig líkamningarnar gerðust, og annað það, sem fram fór
„bak við tjöldin".
Svipuð saga er einnig sögð í bókinni ,,Au revoir —-
Not Good-Bye“, eftir W. J. Appleyard borgarstjóra í
Sheffield, nema þar veit sú, sem farið hafði úr líkam-
anum, ekkert um það, sem gerst hafði.
Höfundur þeirrar bókar segir svo frá, að hann hafi
verið á miðilsfundi, en konan sín hafi legið veik heima.
Hún vissi af fundinum og þótti mjög leitt, að geta ekki
verið þar. Á fundinum kom framliðinn bróðir konunn-
ar, og spurði borgarstjórinn hann þá, hvernig honum
litist á heilsufar hennar. Hann sagðist skyldi skreppa
þangað og athuga hana. Eftir dálitla stund varð öllum
fundarmönnum mjög hverft við, er þeir heyrðu kallað
nafn mannsins með rödd, sem allir þektu greinilega, að
var rödd konu borgarstjórans. Til þess að ganga alveg úr
skugga um þetta, spurði hann, hver þetta væri. „Það er
hún Isie“, kallaði hún þá, en það var nafn konunnar
hans. Fundinum var hætt þegar í stað, því engum datt í
hug annað, en að konan væri dá.in. Maðurinn símaði þeg-
ar heim til sín og spurði um hana, og var honum þá
sagt, að hún svæfi.
Daginn eftir var haldinn fundur aftur, og þá var
fundarmönnum sagt, að bróðirinn framliðni hefði, eins
og hann lofaði, farið að líta eftir líðan systur sinnar,
og þegar hann sá, að hún var sofandi og töluverður kraft-
ur til staðar, þá tók hann hana með sér á fundinn, og
þar talaði hún svo við fundarmennina. Eftir að konan
vaknaði, var ekkert, sem benti til, að hún myndi eftir
því, sem gerst hafði, en engu að síður telur höfundur