Morgunn - 01.06.1930, Page 118
112
M 0 R G U N N
varð hún fyrst vör við þá miklu breytingu, sem orðið
hafði á henni. í stað þess að sjá sig þar sem miðaldra
konu, sá hún sjálfa sig líkasta því, sem hún var, þegai'
hún var innan við tvítugt, en þó að öllu leyti miklu fallegri
en hún var þá.^Hárið, sem farið var að grána, var nú
mikið og dökkjarpt, eins og það hafði verið, þegar hún
var ung, og hún var klædd í snjóhvítan, síðan kjól. Hún
skoðaði sig nokkuð lengi í speglinum, og datt þá í hug,
að gaman væri að láta manninn sinn sjá sig svona. Hún
gerði sér ekki í hugarlund, að ])ó að hún hefði komist
niður, hefði það ekki verið til neins, ]jví að vitanlega
hefði maðurinn hennar ekki getað séð hana, og enginn
þeirra, sem viðstaddir voru, nema því að eins, að einhver
þeirra væri skygn.
Hún fer af stað og ætlar nú niður, en þegar hún
er komin niður í miðjan stigann, mætir henni kvenvera
í skínandi björtum klæðum, sem stöðvar hana og segir
mjög alvarlega: „Hvert ætlar þú að fara? Farðu undU'
eins aftur í líkama þinn!“ Hvort sem það var nú af því,
að henni var ekki leyft svona í fyrsta skifti að fara lengra
en þetta frá líkamanum, eða að hún hafði brotið eitthvert
lögmál, sem gildir um þetta, þá vissi hún það, að ekki
varð undan því komist, að hlýða þessari veru, svo að hún
sneri við, og gekk til baka inn í herbergi sitt. Sá hún
þar líkama, sinn aftur, liggjandi eins og hún hafði skil'
ið við hann, stirðan og líflausan, að því er virtist. Henni
geðjaðist ekki að því, að þurfa að fara aftur í líkamanH,
þó að hún vissi hinsvegar, að hún yrði að gera það. En
á næsta augnabliki hrökk hún upp, og var þá komin í
líkamann.
Frú Larsen getur þess, að hún hafi allan tímann,
sem hún var utan við líkamann, heyrt hljóðfæraleikinn,
heyrt þegar nýtt lag var leikið, einu sinni heyrt einn af
mönnunum leika falskt, og er hún sagði manni sínum
frá þessu á eftir, kom ]>að alveg heim við það, sem gerst
hafði.