Morgunn - 01.06.1930, Page 122
116
M O R G U N N
tilkynningu um lát hans, taldi hún víst, að hann myndi
vera dáinn, því að annars hefði hann ekki hætt að skrifa.
Og ]>að kom á daginn. Alt í einu stendur þessi maður fyr-
ir framan hana. Hún þekti hann þegar í stað, ]>ó að
hann hefði verið um sextugt, er hún sá hann síðast á
jörðinni, en nú var hann eins og maður á bezta aldri.
„Munið þér eftir“, sagði hann að fyrra bragði, ,,að þegar
þér fóruð frá Danmörku, þá lofaði eg yður, að hvað sem
fyrir kæmi, og hvar sem þér væruð staddar, ]>á skyldi
eg alt af gæta hagsmuna yðar heima fyrir? Eg hélt þetta
loforð“, hélt hann áfram, „eins lengi og mér var unt. En
þegar síðasta bréfið yðar kom, hafði jeg fluzt yfir um,
og það var ástæðan til þess, að þér fenguð aldrei neitt
svar“. Að ]>ví búnu yfirgaf hann hana aftur, og jafn-
framt því sem frú Larsen telur sig á þennan hátt hafa
fengið fullkomna staðfestingu á grun sínum, um að mað-
urinn væri dáinn, finst henni þessi atburður vera sönn-
un þess, að menn þekki aftur í öðrum heimi, þá, sem
])eir þektu hér á jörðinni, og að sönn vinátta nái út yfir
gröf og dauða.
Hún tekur ]>að fram, að þessi maður hafi haft mjög
fagurt ljósblik, en af því að hann hafi ekki verið búinn
að vera mjög lengi í andaheiminum, hélt hann enn göml-
um vana og var klæddur eins og hann hafði verið á
jörðinni. '
Ein af sögum þeim, er frú Larsen segir í bók sinni,
er mjög merkileg að því leyti, að hún sá eitt sinn mann,
sem var að skilja við, fara hvað eftir annað úr og í lík-
amann, áður en hann losnaði alveg við hann og dó. Þessi
maður, sem hún þekti nokkuð, var töluverður drykkju-
maður. Nóttina, sem hann dó, var hún sem oftar á ferð
utan líkamans. Um leið og hún fór fram hjá húsinu, sem
hann átti heima í, datt henni í hug, að líta ]>ar inn. Hún
sá ]>á þennan mann liggja mjög drukkinn í ógurlegum
krampateygjum, og stóðu tveir menn hjá rúminu hans
og stumruðu yfir honum. Að þessir menn hafi verið ]>arna,