Morgunn - 01.06.1930, Síða 125
M 0 II G U N N
119
sagðist hata þá alla. Hún hafði verið mjög vinsæl og átt
fr>arga kunningja. ,,En þeir hafa að eins hjálpað til að
leiða mig afvega, með fölsku og ósönnu smjaðri
sínu“. Frú Larsen reyndi að leiða henni ýmislegt fyrir
sjónir, sem orðið gæti til þess að leiðbeina henni og breyta
hugarfari hennar, sagði henni að leitast við að þroska
sig, með því að taka á sig erfið verk, og smám saman
^yndi hún þannig geta orðið glöð og ánægð með til-
veruna.
Frú Larsen segir ýmsar fleiri sögur af því, hvernig
hún hafi séð framliðna menn af ýmsum stéttum og með
ýnisum hæfileikum, og ganga flestar eða allar út á að
sýna, hvað flestir menn eru jarðbundnir, eftir að þeir
úeyja, 0g skilja yfirleitt lítið í ástandi sínu. Eiginlega
er ekki að furða, þótt svo sé, þar sem sennilega hafa
Jangfæstir þeirra fengið, eða aflað sér, nokkurrar veru-
legrar fræðslu um, hvað við taki eftir dauðann, og ef þeir
ú annað borð velta því fyrir sér, þá byggist það að eins
ú óljósum hugmyndum, er þeir hafa þá oft fengið frá
úði'um, sem lítið eru fróðari um slík efni. Þó er það, að
ttúnsta kosti nú orðið svo, að allflestir munu geta átt
bess kost að notfæra sér þá fræðslu um þessi efni, sem
’ttargir telja þegar fengna, þar sem mikið af slíkri fræðslu
er að finna í bókmentum spíritista, sem stöðugt aukast
Uln allan heim.
Samt er ekki svo að skilja, að þeir, sem jarðbundnir
eru> hafi yfirleitt verið að neinu leyti verri menn en
úinir, sem fljótari eru að átta sig, eða síður eru bundnir
Vlð jörðina. Oftast nær mun þetta stafa af því, að menn
úafa haft svo mikinn áhuga á störfum sínum og hugðar-
efrium á jörðinni, að þeir eiga erfitt með að segja skilið
Vl^ þau. Einnig eru þeir oft tengdir mjög sterkum bönd-
um við ættingja sína og vini á jörðinni, og þannig er
bað t. d. mjög eðlilegt og auðskiljanlegt, að móðir, sem
úeyr frá ungum börnum sínum, eigi vont með að slíta
Sl& frá þeim, og vilji fylgjast með þeim í lífi þeirra, eins