Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 128
122
MORGUNN
unum, þar sem þeir dvelja, sem eru mjög jarðbundnir
vegna illra verka og þess háttar, eru mjög ófagrar.
Hún lýsir ástandi sjálfsmorðingjanna og þeirra, sem
valdið hafa dauða annara, hvernig þeir endurtaka verk sín
aftur og aftur, og það stundum á sama staðnum á jörðinni
og þeir fyrst frömdu þau. Hún segir frá þeim framliðnu
mönnum, sem eru jarðbundnir vegna illra verka eða á-
stríðna sinna, og hvernig þeir reyna að hafa áhrif á aðra,
bæði þar í heimi og sömuleiðis hér á jörðinni, til þess að
fá þá til að fremja þau verk, eða láta undan þeim ástríð-
um, sem þeim er nú fyrirmunað að gera sjálfum, en álíta
að þeir geti fengið fullnægingu, ef þeir fá aðra til að
gera það. Þessar ófögru hugsanir þeirra og fyrirætlanir
hafa gert ]iá svipljóta og jafnvel vanskapað astral-líkama
þeirra, og er ljósblikið jafnan dökt, eins og venja er um
þá, sem skamt eru komnir í andlegum efnum. Sumt af því,
sem hún segist hafa séð, er svo ljótt, að hún vill helzt geta
]>urkað það alveg út úr minni sínu, væri þess nokkur kost-
ur. Sérhvert ilt eða ógöfugt verk hefir sínar afleiðingai'
í för með sér, og eru það verkin, sem fyrst og fremst á-
kveða manninum stað hinumegin, ])ó ýmislegt fleira komi
og til greina.
Á ]>essu fyrsta sviði, en ]>ó ekki á þeim stöðum, sem
nú hefir verið lýst, dvelur einnig mikill fjöldi manna, sem
eru aðeins lítið andlega ])roskaðir, ]>ó þeir séu eiginlega
ekki jarðbundnir. Á jörðinni var þetta almennilegt fólk,
heiðarlegt og áreiðanlegt í alla staði; ])að voru góðir borg-
arar, sem ekki létu freistast til illra athafna, og lifðu á-
nægjulegu lífi, en skeyttu lítið um andleg mál. Þess
vegna eru framfarir þeirra og ]>roski hægfara, enda þótt
þeir lifi nú á því sviði, ])ar sem ótakmarkaðir möguleikai'
hafa opnast fyrir þá, til allrar fullkomnunar. Þetta fólk
býr eins og á jörðinni í skemtilegum híbýlum og í fögru
umhverfi, mjög svipað því, sem það átti við að búa á jörð-
inni, lifa í sátt og samlyndi við alla, og hafa fagurt Ijós-
blik, sem er mjög frábrugðið því, er þeir hafa, sem jarð-