Morgunn - 01.06.1930, Síða 136
130
MORGUNN
er í því á annað borð, að ætla óefniskendum hlutum á-
kveðinn stað, þá er allur hinn andlegi heimur þar; og það
er aðeins hér og þar, að hann hefir átt nokkurt samstarf
við efnið. Eg fer lengra, og held því fram, að að svo
miklu leyti, sem vér höfum nokkur áhrif á efnið, verkum
vér í raun og veru á það með millilið. Fyrst er samband
vort við eterinn, þar á eftir kemur samband vort við
efnið. Vér verkum óbeinlínis á efnið með eterinn sem
millilið. Eterinn veldur ekki að eins þyngdinni og rafmagn-
inu og segulaflinu og ljósinu og allri teygju; hann veld-
ur líka samloðuninni, tengir saman allar smáagnir, sem
annars mundu vera sundurlausar. Það er gegnum eter-
inn, að vér höfum sjálfir áhrif á efnið, og eg get þess til,
að það sé þar, í eternum, sem samtengir og fer í gegn-
um alt, að vér verðum að leita að hinum varanlega grund-
velli lífsins.
„En hér og þar hefir einstaklingslífinu tekist að ganga
í félag við sérstakar sameindir efnisins; það hefir gerst
hér, og vér höfum vanist svo mjög við það, að vér getum
ekki hugsað oss að vera til með neinum öðrum hætti.
Og svo spyrjum vér: Höldum vér áfram að lifa? Höldum
áfram að lifa eftir hvað? — eftir |>etta bráðabirgða og
óbeina samband vort við efnið, sem ekki fæst annan veg
en með millilið? Þér sjáið, að þegar litið er á spurning-
una um framhaldslífið frá þessu sjónarmiði mínu, þá er
hún það, sem vér kölluðum áður „hysteron proteron"
— að „setja vagninn fyrir framan hestinn". Óskiljanlega
undrið er það, að vér skulum hafa komist í nokkurt
samband við efnið. Það er hið kynlega í málinu. Eg hefi
áður sagt, að dauðinn sé æfintýri, sem vér getum hlakk-
að til. Það er líka rétt, en eg held, að í raun og veru og
sannarlega sé það jarðlífið, sem sé æfintýrið. . . . Mesta
furðan er, að oss skuli nokkurn tíma hafa tekist að kom-
ast inn í efnislíkama. Mörgum mistekst ]>að.