Morgunn - 01.06.1930, Side 142
136
M 0 R G U N N
vera komin frá Marie Corelli, Kitchener lávarði, W. E.
Gladstone, og öðrum jafn-frægum mönnum, og séu þau
vandlega borin saman við jarðnesk skrif eða ræður þess-
ara manna, þá fá menn fulla sannfæring um, að j)eir, sem
þau eru eignuð, séu á engan hátt við ]>au riðnir, nema
skapgerð þeirra og skoðanir hafi gjörbreyzt, og breyzt í
áttina til hnignunar".
Heiðarleg við- Að hinu leytinu kannast Mr. Oaten \ið
skifti við fram- það, að fyrir hafi |)að komið, að skeytin
liðna nienn. séu ag gtíl og orðfæri merkilega lík því.
sem ]>au séu eftir þá höfunda, er þau eru við kend, og
hann tilfærir ýms dæmi |>ess. En svo heldur hann áfram á
þessa leið: „í nafni heilbrigðs spíritisma mótmælum vér
því harðlega, að nöfn framliðinna stórmenna séu tengd
við skeyti, sem ekki eru annað en innantómur, bragðlaus
samsetningur. Ef nafn er tengt við skeyti, ættum vér að
mega búast við því, að skeytið beri einhver merki þess
hugar, sem staðið hefir í sambandi við ]>að nafn. Langoft-
ast fáum vér ekkert ]>ess konar. Alt of oft er þetta eins og
hversdagslegar stílaæfingar, sem eru alveg ósamboðnar
]>eim einstaklingum, sem ] >etta er eignað. Ef á þetta er
litið sem einhverjar sannanir, ]>á sannar ]>að í raun og
veru ]>að eitt, að hlutaðeigandi manni hafi farið rauna-
lega aftur, eftir að hann fór inn í annan heim. En ]>ar
sem nú sálarrannsóknirnar hafa leitt ]>að í ljós, að yfir-
leitt er um enga slíka afturför að tefla, ])á verður ]>etta
ekki skýrt á annan veg en þann, að skeytin séu alls ekki
frá þeim, sem sagt er. Siðferðileg hlið er á þessu máli. Ef
óþektur höfundur notar nafn frægs rithöfundar til þess
að vekja athygli á skrifum sínum, ])á varðar ])að við lög,
nema hann geti sannað, að hann hafi fengið til þess leyfi
hlutaðeiganda. Vér ættum að minsta kosti að vera eins
heiðarlegir í viðskiftum vorum við framliðna menn eins
og í því atferli voru, sem er jarðneskara eðlis“.