Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Side 29

Morgunn - 01.12.1933, Side 29
M 0 R G U N N 155 hann verður að fara hina seinförnu leið framþróunar- innar. Hann fæðist inn í næstu veröldina með öllum sín- um takmörkunum, með öllu sínu þröngsýni, með sínum tilhneigingum og sinni óbeit á hinu og öðru. Hann er, í stuttu máli, alveg mannlegur. Slíkur maður getur naum- ast lifað í dásamlegri og háleitri tilveru andlegs eðlis. Hann er enn í reifum. Með hann verður að fara eins og farið er með ungbörn í ykkar heimi. Vandlega verður að líta eftir honum og vernda hann. Hann má ekki verða fyr- ir neinni skyndilegri eða ákafri umbreytingu. Hann hefir ekki nægan andlegan og hugrænan þroska til þess að þola hana. — Þess vegna, segir Myers, höldum vér, sem erum dá- lítið lengra komnir, vörð við hlið dauðans og vér leiðum hann og félaga hans eftir sérstökum bráðabirgðastigum inn í draumlífið, sem bíður hans. Hann telur enn tímann eftir jarðneskum mælikvarða. Hann hefir hæfileika til að minnast alls síns jarðneska lífs. Honum er hin brýn- asta þörf á umhverfi, sem hann kannast við. Hann þrá- ir ekki neina borg setta gimsteinum. Hann þráir aðeins það hversdagslega landslag, sem hann kannast við frá jörðinni. Hann hittir það ekki hér í raunverulegum skiln- ingi, en ef hann þráir það, fær hann eftirlíking þess. Vitringarnir, sem eg kalla svo — kirkjan kann að kalla þá engla — sálir, sem lengra eru komnar, geta úr endurminningum frá jörðinni búið til myndir af húsum og strætum og landslagi, er þessir vegfarendur, sem svo nýlega eru komnir frá jöi’ðinni, kannast við. Þessir vitr- ingar hugsa og með því framleiða þeir sköpun, sem verð- ur sýnileg Jóni Jónssyni. Svo að hann lendir ekki í neinni auðn eða tómu rúmi. Eftir að hann hefir sofið í rökkri, hvílt sig eins og í einhverju hýði, meðan eterlíkami hans var að fá lögun, sleppur hann út eins og fiðrildið, og kemur inn í veröld, sem er búin til fyrir hann af hugsana- magni manna með miklum andlegum þroska. Eg finn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.