Morgunn - 01.12.1933, Page 29
M 0 R G U N N
155
hann verður að fara hina seinförnu leið framþróunar-
innar. Hann fæðist inn í næstu veröldina með öllum sín-
um takmörkunum, með öllu sínu þröngsýni, með sínum
tilhneigingum og sinni óbeit á hinu og öðru. Hann er, í
stuttu máli, alveg mannlegur. Slíkur maður getur naum-
ast lifað í dásamlegri og háleitri tilveru andlegs eðlis.
Hann er enn í reifum. Með hann verður að fara eins og
farið er með ungbörn í ykkar heimi. Vandlega verður að
líta eftir honum og vernda hann. Hann má ekki verða fyr-
ir neinni skyndilegri eða ákafri umbreytingu. Hann hefir
ekki nægan andlegan og hugrænan þroska til þess að þola
hana. —
Þess vegna, segir Myers, höldum vér, sem erum dá-
lítið lengra komnir, vörð við hlið dauðans og vér leiðum
hann og félaga hans eftir sérstökum bráðabirgðastigum
inn í draumlífið, sem bíður hans. Hann telur enn tímann
eftir jarðneskum mælikvarða. Hann hefir hæfileika til
að minnast alls síns jarðneska lífs. Honum er hin brýn-
asta þörf á umhverfi, sem hann kannast við. Hann þrá-
ir ekki neina borg setta gimsteinum. Hann þráir aðeins
það hversdagslega landslag, sem hann kannast við frá
jörðinni. Hann hittir það ekki hér í raunverulegum skiln-
ingi, en ef hann þráir það, fær hann eftirlíking þess.
Vitringarnir, sem eg kalla svo — kirkjan kann að
kalla þá engla — sálir, sem lengra eru komnar, geta úr
endurminningum frá jörðinni búið til myndir af húsum
og strætum og landslagi, er þessir vegfarendur, sem svo
nýlega eru komnir frá jöi’ðinni, kannast við. Þessir vitr-
ingar hugsa og með því framleiða þeir sköpun, sem verð-
ur sýnileg Jóni Jónssyni. Svo að hann lendir ekki í neinni
auðn eða tómu rúmi. Eftir að hann hefir sofið í rökkri,
hvílt sig eins og í einhverju hýði, meðan eterlíkami hans
var að fá lögun, sleppur hann út eins og fiðrildið, og
kemur inn í veröld, sem er búin til fyrir hann af hugsana-
magni manna með miklum andlegum þroska. Eg finn