Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 58
184
M 0 R G U N N
innar siðmenningar banna slíkt að sjálfsögðu. En Winston
Churchill þykir ekki mikil trygging fyrir því, að valdhaf-
ar ókomins tíma muni allir hirða mikið um kristin lög.
„Eg hefi minst á þetta atriði lauslega“, segir Churc-
hill, ,,en í því augnamiði að benda á, að á dögum barna
vorra verða mennirnir handhafar að mætti, sem verður
allsendis ólíkur öllum þeim mætti, er mótað hefir mann-
eðlið hingað til. Sprengikraftur, orka, efni, vélar, sem
geta afmáð heilar þjóðir, verða á boðstólum. Harðstjórn-
arvöld verða fær um að skipa fyrir um líf og jafnvel ósk-
ir mannanna með þeim hætti, sem aldrei hefir þekst frá
aldaöðli. Ef svo bætist við þetta óhemjulega og voðalega
vald miskunnarlaus undirmannleg mannvonzka, sem vér
sjáum nú búa hjá einni af voldugustu ríkjastjórnum ver-
aldarinnar, hver getur þá gengið að því vísu, að veröldin
farist ekki, eða hún eigi ekki í raun og veru að farast?
Það kynni að verða náðarsamlegt hjálpræði frá ýmis
konar martröð ókomna tímans, að vér yrðum svo hepnir,
að einhver flækingsstjarna rækist á jörð vora og breytti
henni í hvítglóandi gas“.
Naumast þarf að taka það fram, að sú ríkisstjórn,
sem hér er átt við, er Soviet-stjórnin í Rússlandi. Né held-
ur það, að þetta er ekki minn dómur um þá stjórn. Eg
tel mig ekki hafa næga þekkingu til að dæma um hana.
En eg bendi á þessi ummæli til þess að gera yður skiljan-
legt, hve óttinn er magnaður við uppgötvanir vísindanna,
ef þær lenda í höndum þeirra, sem hlífðarlaust kunna
að beita þeim.
Winston Churchill finst nærri því hlægilegt að fara
að minnast á áhrifin, sem þessar óhemjulegu og hræðilegu
uppgötvanir, sem nú eru í aðsigi, muni hafa á þingræðið
í veröldinni. Hvernig getum vér gert oss í hugarlund, að
allur manngrúinn verði fær um að ákveða með atkvæð-
um við kosningar, hvernig rétt sé að stefna í slíku bylt-
ingaflóði? segir hann. Jafnvel nú hafa þing allra landa
sýnt það, að þau eru allsendis óhæf til þess að fást við þau