Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Side 72

Morgunn - 01.12.1933, Side 72
198 MORGUNN sem eg aldrei hafði fundið til fyrri. Mér fanst eg tæm- ast en þó fyllast af friði og unun. Eg veit ekki, hve lengi þetta hefir varað, en að því loknu byrjaði söngurinn aftur, og fanst mér hann enn yndislegri en áður. Nú fanst mér, að hann kæmi ekki frá neinu hljóðfæri, eða einstökum manni, heldur væri þetta eins og kraftleiðsla, sem hefði áhrif á okkur sem tónar frá hljóðfæri. Við fórum svo út, og þá spurði eg leiðtoga minn, af hverju hann hefði varnað mér að fara inn eftir kirkjunni. Hann svaraði, að eg hefði ekki þolað birtuna og hljómana, ef eg hefði verið innar, og þá hefðu áhrifin orðið alt önnur. Það væri séð um það, að hver væri á þeim stað, sem honum hentaði bezt. Eg spurði þá, af hverju hefði verið svona dimmt í neðri enda salsins. Hann sagði, að birtan færi eftir þroska þeirra, sem inni væru. Eins og þú hefðir ekki þol- að að vera innar, eins hefðu þeir, sem neðan við voru, ekki þolað að vera þar sem þú varst. En ef það, sem fram fer hér, hefir áhrif á þá, sem inn koma, þá verða þeir smátt og smátt hæfir til þess að færast upp, og þeir fær- ast það að mestu sjálfkrafa. Verið getur, er við komum hér næst, að þá getir þú verið nokkuru ofar“. Nokkuru eftir að eg kyntist Jóni Magnússyni yfir- fiskimatsmanni, fór eg að taka eftir því, að alt, sem eg sá hjá honum, varð óvenjulega skýrt og greinilegt. Eg hafði aldrei talað um þessa hluti við hann og vissi ekki, hvort hann vildi nokkuð um það heyra. En það var sem sókt væri á mig með ómótstæðilegu afli að segja honum frá einhverju, sem eg sá hjá honum. Eg byrjaði á því að lýsa ýmsu, sem eg sá í kringum hann. Hann tók því vel, en samt fanst mér sem honum íyndist þetta mjög svo lítilfjörlegt. Svo var það einu sinni, að eg lýsti föður hans svo, að hann kannaðist við hvert smáatriði. Eg sá hann svo vel, að eg gat lýst öll- um fötum hans, jafnvel hnöppunum í vesti hans. Svo kom
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.