Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 72
198
MORGUNN
sem eg aldrei hafði fundið til fyrri. Mér fanst eg tæm-
ast en þó fyllast af friði og unun. Eg veit ekki, hve lengi
þetta hefir varað, en að því loknu byrjaði söngurinn
aftur, og fanst mér hann enn yndislegri en áður. Nú
fanst mér, að hann kæmi ekki frá neinu hljóðfæri, eða
einstökum manni, heldur væri þetta eins og kraftleiðsla,
sem hefði áhrif á okkur sem tónar frá hljóðfæri. Við
fórum svo út, og þá spurði eg leiðtoga minn, af hverju
hann hefði varnað mér að fara inn eftir kirkjunni. Hann
svaraði, að eg hefði ekki þolað birtuna og hljómana,
ef eg hefði verið innar, og þá hefðu áhrifin orðið alt
önnur. Það væri séð um það, að hver væri á þeim stað,
sem honum hentaði bezt.
Eg spurði þá, af hverju hefði verið svona dimmt í
neðri enda salsins. Hann sagði, að birtan færi eftir
þroska þeirra, sem inni væru. Eins og þú hefðir ekki þol-
að að vera innar, eins hefðu þeir, sem neðan við voru,
ekki þolað að vera þar sem þú varst. En ef það, sem fram
fer hér, hefir áhrif á þá, sem inn koma, þá verða þeir
smátt og smátt hæfir til þess að færast upp, og þeir fær-
ast það að mestu sjálfkrafa. Verið getur, er við komum
hér næst, að þá getir þú verið nokkuru ofar“.
Nokkuru eftir að eg kyntist Jóni Magnússyni yfir-
fiskimatsmanni, fór eg að taka eftir því, að alt, sem eg
sá hjá honum, varð óvenjulega skýrt og greinilegt. Eg
hafði aldrei talað um þessa hluti við hann og vissi ekki,
hvort hann vildi nokkuð um það heyra. En það var sem
sókt væri á mig með ómótstæðilegu afli að segja honum
frá einhverju, sem eg sá hjá honum.
Eg byrjaði á því að lýsa ýmsu, sem eg sá í kringum
hann. Hann tók því vel, en samt fanst mér sem honum
íyndist þetta mjög svo lítilfjörlegt. Svo var það einu
sinni, að eg lýsti föður hans svo, að hann kannaðist við
hvert smáatriði. Eg sá hann svo vel, að eg gat lýst öll-
um fötum hans, jafnvel hnöppunum í vesti hans. Svo kom