Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Side 95

Morgunn - 01.12.1933, Side 95
MORGUNN 221 saman höndum, til þess að við gætum komið sveiflum af stað, þar sem við gætum ekki notað sönginn til þess. Andrés lét aftur til sín heyra og sagði, að innan þriggja mundi eg fá bréf, og í því mundi verða tilboð um prestakall. Ungfrú Moore: Okkur er nokkuð mikið ant um það, Andrés, að fá þetta svo nákvæmt sem þú getur. Þú sagðir innan þriggja. Hvað heldurðu, að það merki? Andrés Wallace: Eg sé þrjú tungl með gullslit. Þetta er það, sem þið kallið tákn. Við notum tákn allmikið hérna megin. Þrjú gulltunglin merkja þrjár vikur. Eg: Heldur þú þá, Andrés, að eg fái stöðu eftir þrjár vikur? Andrés Wallace: Já, bróðir. Eg sé langt umslag, sem kemur til þín, með tilboðið. í því er löng, prentuð síða til þín, og efst er innsigli. Eg: Þetta er líkt einhverju embættisskjali, dálítið ískyggilega svipað tekjuskatts-eyðublaði. Andrés (hlær): Nei, nei, bróðir. Það er ekkert stjórn- arskjal. Það er tilboð til þín. Eg: Það er einstaklega gaman að þessu; geturðu sagt mér, hvar staðurinn er, og hvernig þar er umhorfs? Andrés: Það er lítil kirkja, og hún stendur uppi á hól úti í sveit. Eg: Eg geri ráð fyrir, að þú getir sagt mér nafnið á henni. Andrés: Eg skal reyna, bróðir. Það er . . . Mary .. . St. María Magðalena. Eg: Eg ætla að setja þetta sérstaklega vel á mig, And- rés. Er þetta falleg kirkja? Andrés: Ó, já. Mig langar til að þú takir eftir prédik- unarstólnum. Á honum er gullslitur og grænn litur og litaðir hlutir, líkir máluðum trogum. Eg: Þetta er óvenjulegt, Andrés. Eg skal ekki gleyma því. Andrés: Nei, nei, og eg vil, að þú takir eftir gluggan- um. Það er mynd í honum, og þegar þið farið til þess að sjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.