Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 95
MORGUNN
221
saman höndum, til þess að við gætum komið sveiflum af
stað, þar sem við gætum ekki notað sönginn til þess.
Andrés lét aftur til sín heyra og sagði, að innan þriggja
mundi eg fá bréf, og í því mundi verða tilboð um prestakall.
Ungfrú Moore: Okkur er nokkuð mikið ant um það,
Andrés, að fá þetta svo nákvæmt sem þú getur. Þú sagðir
innan þriggja. Hvað heldurðu, að það merki?
Andrés Wallace: Eg sé þrjú tungl með gullslit. Þetta
er það, sem þið kallið tákn. Við notum tákn allmikið hérna
megin. Þrjú gulltunglin merkja þrjár vikur.
Eg: Heldur þú þá, Andrés, að eg fái stöðu eftir þrjár
vikur?
Andrés Wallace: Já, bróðir. Eg sé langt umslag, sem
kemur til þín, með tilboðið. í því er löng, prentuð síða til
þín, og efst er innsigli.
Eg: Þetta er líkt einhverju embættisskjali, dálítið
ískyggilega svipað tekjuskatts-eyðublaði.
Andrés (hlær): Nei, nei, bróðir. Það er ekkert stjórn-
arskjal. Það er tilboð til þín.
Eg: Það er einstaklega gaman að þessu; geturðu sagt
mér, hvar staðurinn er, og hvernig þar er umhorfs?
Andrés: Það er lítil kirkja, og hún stendur uppi á
hól úti í sveit.
Eg: Eg geri ráð fyrir, að þú getir sagt mér nafnið
á henni.
Andrés: Eg skal reyna, bróðir. Það er . . . Mary .. .
St. María Magðalena.
Eg: Eg ætla að setja þetta sérstaklega vel á mig, And-
rés. Er þetta falleg kirkja?
Andrés: Ó, já. Mig langar til að þú takir eftir prédik-
unarstólnum. Á honum er gullslitur og grænn litur og litaðir
hlutir, líkir máluðum trogum.
Eg: Þetta er óvenjulegt, Andrés. Eg skal ekki gleyma
því.
Andrés: Nei, nei, og eg vil, að þú takir eftir gluggan-
um. Það er mynd í honum, og þegar þið farið til þess að sjá