Morgunn - 01.12.1933, Qupperneq 103
MORGUNN
229
heimili mínu, Mica kom þá og sagði: »Farðu með honum
til yfirmanns hans, láttu hann segja honum alla söguna,
og ekki segja neitt ósatt. Vegna fyrirbæna móður hans
munum við fá leyfi til þess að standa bak við og hjálpa«.
»Hvernig eigið þið að geta hjálpað, þið frá öðrum
heimi?« spurði eg.
Hann svaraði: »Við getum komið meiru til leiðar en
nokkur maður heldur, og þú ættir að verða siðasti mað-
urinn til þess að efast um það«.
Kvöldið eftir fór eg aftur til mannsins, eins og eg
hafði lofað, og sagði honum, hvað Mica hefði sagt. »Það
verður fangelsi. Ó, guð minn góður! eg get þetta ekki.
Þá vil eg heldur deyja, en gera konunni minni og drengn-
um svívirðing«.
Hann stóð upp og gekk fram og aftur um gólfið. Þá
nam hann staðar andspænis mér. »Konan mín verður að fá
að vita þetta alt; á morgun verð eg tekinn fastur; þá
verða aðrir til að segja henni það. Nei, eg vil heldur segja
henni það alt sjálfur«.
Hann gekk að dyrunum til þess að kalla á hana, en
eg stöðvaði hann og sagði: »Segið þér ekkert, fyr en við
höfum talað við yfirmann yðar á morgun. Þá fáum við að
sjá úrslitin«. Eg tók það fram við hann hvað eftir annað,
að þetta yrði honum fyrir beztu, og að lokum lofaði hann
að fara að mínum ráðum og gaf mér hönd sina upp á það.
Næsta dag kl. 11 árdegis hittumst við í skrifstofunni
— höfðum komið okkur saman um það — og fórum sam-
an inn til yfirmannsins. Hann var á að gizka fimtugur,
skarpleitur, hæruskotinn og með hlýlegt en festulegt augna-
ráð. Egon var fölur og skalf af kulda, svo að húsbóndinn
sagði: »Hvað gengur að yður? eruð þér sjúkur?« Eg
svaraði: »Hann hefir leiðinlega sögu að segja margra ára
yfirmanni sinum. Eg bið yður að vera rólegan. Þegar
hann hefir sagt yður alt, munuð þér skilja það«.
Og þá byrjaði játningin. Meðan á henni stóð, sá eg
marga framliðna menn, og þar á meðal móður Egons og Mica.