Morgunn - 01.12.1933, Page 108
234
MORGUNN
var kunnugri ritningunni en nokkur annar og svo lærð-
ur, að hann þekti víst betur en flestir aðrir mismunandi
skilning á vandaspurningum hennar. Hann segir1: „Krist- ,,
ur hefir ekki kent, hvorki í þessari dæmisögu (um ríka
manninn og Lazarus) né annarstaðar, að það kvala-
ástand taki aldrei enda. Vansæla getur verið til hinum
megin við dauðans hlið. Sú kenning ritningarinnar ei"
vafalaust rétt, að guð vill, að allir menn verði hólpnir,
og hjálparráð hans miskunnar eru engu minni þar en
hér. Eða haldið þér, að Kristur starfi þar minna en hér?
. . . Að líkindum eruð þér flestir sammála mér um þetta
. . . að engin eilíf fordæming geti verið til. Fólk fæst varla
orðið lengur til að trúa svo ægilegri kenning, að menn
eigi að kveljast um alla eilífð eftir guðs dómi fyrir það,
þó að þeir hafi vilzt hrapallega og lifað syndalífi þessi
fáu ár hins jarðneska lífs“. Samanber einnig ræðu hans ^
„Árin og eilífðin“ I, bls. 186—200, þar sem hann gjörir
skilmerkilega grein fyrir, að þetta hafi mótast af gyðing-
legum hugmyndum. Og eg get bætt því við, að nýrri guð-
fræðingar halda því fram, að útskúfunargreinar nýja
testamentisins eigi rót sína að rekja til gyðinglegs endur-
gjaldsanda, en ekki kærleiksanda Jesú Krists. Jóhannes
Weiss, mikill guðfræðingur og ritskýrandi, kemst svo að
orði, er hann talar um Mark. 9, 48, um orminn, sem deyr
ekki, og eldinn, sem slokknar ekki: „Þetta er aðalstaður-
inn, sem á er bygð hin hræðilega kenning um eilífar
vítiskvalir, sem getur átt heima í öfgafullri, gyðinglegri
endurgjaldstrú, en ekki í gleðiboðskap um þann guð,
sem eðli hans er kærleikur. Til allrar hamingju er það
mjög ólíklegt, að Jesús sjálfur hafi gefið tilefni til þess-
arar kenningar. Tilvitnunin í Jesaja (66,24) um eld-
inn, sem slokknar ekki, eiga sjálfsagt ekki einu sinni
Markús að höfundi, heldur einhvern síðari afritara.
1) Kristur og kirkjukenninganiar, bls. 104—105.