Morgunn - 01.12.1933, Page 109
MORGUNN
235
Matteus virðist ekki hafa haft þau í því afriti, sem hann
hafði“. 1 Matteusar g-uðspjalli eru þessi orð ekki.
En aðalatriðið er þetta, að hugsunin er gjörsamlega
ósamboðin guðshugmynd vorri. Það getur ekki verið, að
hann, sem segir: „Komið til mín allir“, segi við nokkurn:
„Farið frá mér“ o. s. frv.; eg þarf ekki að rita orðin.
Með þessu er því ekki haldið fram, að það standi á
sama, hvernig menn lifa þessu lífi. Öðru nær. Auk þess
sem allir kristnir menn ættu að trúa á annað líf, sam-
kvæmt kenning nýja testamentisins (margir neita því
og líklega enn fleiri efast, stundum þegar mest á reyn-
ir), þá eru fengnar fullar nútímasannanir fyrir því, að
látnir menn lifa áfram og eru iðulega í sambandi við nú-
lifandi menn, og leggja ekki síður en kristindómurinn
sjálfur áherzlu á, að þetta líf sé mikilvægur undirbún-
ingur undir það, sem á eftir kemur.
Það er því ekki sama, hvernig því er lifað, og stendur
því óhaggað, að „guð mun gjalda sérhverjum eftir hans
verkum“, og „það, sem maðurinn sáir, það mun hann
uppskera". Einungis er óhugsandi, að hann sái svo miklu
illgresi á 70—80 árum, að öll endalaus eilífðin fari til
að uppskera það.
Guð sleppir ekki af honum hendi sinni við dyr dauð-
ans; hann flyzt þá aðeins á annað tilverustig, þar sem
náð hans enn ríkir og þjónustubundnir andar eru sendir
í þarfir þeirra, sem eiga sálpuhjálpina að erfa.
Að afturhvarf eftir andlátið geti átt sér stað, má
bæði á ýmsan hátt skilja af nýja testamentinu, enda er
það algjörlega í anda þess. Eg veit, að það er sagt, að
guð geti ekki frelsað manninn, nema hann vilji það sjálf-
ur, því að þá svifti hann manninn frelsinu, þeirri dýru
gjöf, sem hann einn af öllum skepnum hans hefir þegið.
Eg skal ekki tala um, hver hefndargjöf þetta væri, ef
það væri orsökin til þess, að mikill þorri af þessari göfug-
ustu skepnu lenti í eilífum kvalastað.
En hver fær útskýrt ráðgátur frelsisins? Skyldi guð