Morgunn - 01.12.1933, Page 111
MORGUNN
237
Saga sú, sem hér verður sögð, er því ekkert eins dæmi.
Söguna sagði mér fóstra mín og föðursystir, prófasts —
frú Sigríður Pétursdóttir á Heydölum. Hafði hún hana eft-
ir móður sinni, Önnu Björnsdóttur prests Vigfússonar á
Eiðum (f 1848), en Þórunn móðir Önnu var dóttir Guð-
mundar sýslumanns Péturssonar í Krossavík í Vopnafirði
(f 1811).
Björn R. Stefánsson.
Á heimili þeirra Guðmundar sýslum. Péturssonar í
Krossavík og konu hans, Þórunnar Pálsdóttur andaðist eitt
sinn um miðjan vetur kona háöldruð. Hafði gamla konan
verið hjá foreldrum Þórunnar, annast hana og unnað. Þeg-
ar svo Þórunn giftist, tók hún gömlu konuna á sitt heimili
og hafði hana til dauðadags.
Gamla konan andaðist um hávetur, eins og áður er sagt.
Um það leyti voru harðindi. Snjór mikill á jörðu. Norðan-
stormur var með frosti og fjúki í fleiri vikur. Leið því svo
mánuður, að ekki þótti fært að koma líkinu til greftrunar.
Dag nokkurn, er birtu var tekið að bregða (þó ekki
dimt orðið), var Þórunn húsfreyja ein frammi í búri eitt-
hvað að sýsla. Fanst henni þá einhver tala til sín, og lítur
um öxl. Sér hún þá, að gamla konan (dána) stendur rétt
innan við búrdyrnar og starir á hana með ástúðlegri bliðu
og biðjandi augnaráði. Ekki varð Þórunn hrædd, en henni
fanst allur máttur úr sér dreginn, svo að hún hvorki gat
hreyft „legg né lið“. Horfast þær í augu um stund. Finst
— fremur en heyrist — Þórunni þá við sig sagt: og veit þó
að það er gamla konan, sem segir það:
„Mér er nú farið að leiðast þetta, og eg ætla að biðja
þig, Þórunn mín, sem svo margt hefir vel til mín gjört, að
sjá til þess, að eg komist til legstaðar míns á morgun“. —
Hvarf svo svipurinn, og Þórunn varð söm og áður.
Næsta dag var veður ögn vægra. Hlutaðist Þórunn þá
til um það, að sýslumaður með húskörlum sínum og liðs-
auka af næstu bæjum „brauzt í því“ að aka líkinu til graf-
ar og fá það jarðsungið.