Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 7

Morgunn - 01.06.1949, Page 7
Sálarrannsóknafélag íslands 30 ára. Vegna þrjátíu ára afmælis Sálarrannsóknafélags íslands í des s.l. var haldið fjölmennt samsæti í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. 1 fjarveru forseta stýrði varaforseti félagsins, hr. Sveinn Víkingur, skrifstofustj., samsætinu, og flutti minningarerindi um próf. Harald Nielsson, sem um þetta leyti hefði átt áttræðisafmæli. Frú Soffía Haraldsdóttir flutti erindi frá forseta. Ávarp barst frá séra Kristni Dan- íelssyni, sem sakir sjúkleika gat ekki sótt samkomuna. Frú Edda Kvaran, leikkona, las upp sögubrot eftir Einar H. Kvaran og frú Nanna Egilsdóttir, óperusöngkona, söng nokkur lög með undirleik dr. V. Urbantsitsch. MORGNI þótti hlýða að flytja lesendum sínum erindin, sem flutt voru í samkvæminu, og kveðju séra Kristins Daníelssonar. S. R. F. í. ÞRJÁTÍU ÁRA. Kæru áheyrendur, gestir og félagar. Fyrsti félagsskapurinn, sem utan um málefni sálar- rannsóknanna var stofnaður hér á landi, var Tilrauna- félagið, fámennur hópur, sem stóð að tilraunum og rann- sóknum með Indriða heitinn Indriðason miðil. Saga þess Verður hér ekki sögð, og því miður var hún ekki skrásett af þeim, sem höfðu bezta aðstöðu til þess. En þegar Indriði féll frá og hinna stórfelldu hæfileika hans varð ekki notið

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.