Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 10

Morgunn - 01.06.1949, Page 10
4 MORGUNN Mikill rómur var gerður að máli frummælanda og tók næstur til máls Þórður Sveinsson, geðveikralæknir. Lýsti hann sannfæringu sinni um spíritismann og kvaðst ganga í félagið til þess að miðla mönnum af þekkingu sinni. Var honum þakkað með lófataki. Þá tók til máls prófessor Haraldur Níelsson, og flutti merkileg og sköruleg hvatn- ingarorð. Lýsti hann þeirri sannfæringu sinni, að félagið mundi hafa mikil áhrif í andlegu lífi þjóðarinnar. Var ræðu hans tekið með miklum fagnaðarlátum fundargesta. Þá var borið undir atkvæði nafn félagsins og félagsstofn- unin, og hvorttveggja einróma samþykkt. Þá kvaddi sér hljóðs Indriði Einarsson, rithöf., og að tillögu hans voru þessir kosnir í bráðabirgðastjórn: Ásgeif Sigurðsson, konsúll, Einar H. Kvaran, rithöf., Haraldur Níelsson, prófessor, Þórður Sveinsson, geðveikralækniL Sigurjón Pétursson, Snæbjörn Arnljótsson og Sigurður Ó. Lárusson, cand. theol. Fundarstjóri, Ölafur Björnsson, ritstjóri, tók nú til máls- Lýsti hann yfir því, að vitanlega ættu ekki í þessu félag1 þeir einir heima, sem þegar væru orðnir sannfærðir uih spíritismann. Hann þakkaði starfið þeim E. H. Kv. og Har. N. og lýsti gleði sinni yfir sigrinum, sem þeir hefðu nú unnið eftir mikið starf. Haraldur Níelsson þakkað1 fundarstjóra og minntist föður hans, Björns Jónssonai’' ráðherra og ritstjóra, sem af miklum drengskap hefð1 unnið fyrir þetta málefni. Að lokum tók til máls Einar H. Kvaran. Lauk hann orð- um sínum með þeirri ósk, að fyrir starfsemi þessa unga félags yrði íslenzka þjóðin frjálslyndasta þjóðin í heinu- Nú var liðið langt fram á kvöld og menn fóru glaðir heih1 og Sálarrannsóknafélag Islands var stofnað. Þeir eru nokkurir hér innan veggja í kvöld, sem tókU þátt í félagsstofnuninni fyrir 30 árum, og áttu þátt í þeh’11 gleði, sem þar ríkti, en ekki mun gleðin hafa verið ja^ mikil hjá neinum og frumherjunum, sem búnir voru a vinna nærfelt hálfan annan áratug að því að kynna þetta

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.