Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 28

Morgunn - 01.06.1949, Side 28
22 MORGUNN sem alls ekki voru þá í mínum huga, já, allt aðrir hlutir en voru í huga mér þá stundina. Þetta hefir oft komið bæði fyrir mig og aðra og sannar fyllilega, að hugir okkar voru ekki að verki við miðilssambandið." Edmonds hafði nákvæma þekking á kröfum þeirra tíma vísinda til sannana, og hann kunni að svara með vísinda- legri nákvæmni. Honum var Ijóst, hve geysilega merkilegt mál var hér um að ræða frá vísindalegu sjónarmiði, og honum var hitt einnig ljóst, hve þýðingarmikið mál var hér á ferðinni, frá trúarlegu sjónarmiði séð. Um blessun hinnar nýju þekkingar farast honum orð á þessa leið: ,,Hér er á ferðinni mál, sem veitir syrgjendunum huggun og uppörfun þeim, sem eru að láta hugfallast, mál, sem gerir götuna að gröfinni slétta og eyðir óttanum við dauð- ann. Hér er mál, sem gefur guðleysingjanum stórkostlega fræðslu og siðbætir lostasegginn. Hér er mál, sem vekur hinum dyggðuga gleði og hugrekki í sorgum hans og erfið- leikum. Hér er mál, sem sýnir manninum skyldu hans og markmið, svo að það getur ekki lengur verið vafið þoku óvissunnar." Stundum skrifuðu blöðin af mikilli virðingu um Edmonds og starf hans fyrir hina nýju hreyfingu, og minntust þá þess, hvílíkur maður hann var að vitsmunum, mannkostum og þekkingu, enda var það fyrst og fremst baráttu hans að þakka, hvílíka sigurför spíritisminn fór um Bandaríkin á fáum fyrstu árunum. Hann hélt starfi sínu fyrir málið áfram til æviloka, og um fárra manna nöfn í sögu sálar- rannsóknanna leikur meiri ljómi en um nafnið hans. J. A.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.