Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 30

Morgunn - 01.06.1949, Page 30
24 MORGUNN ekki eftir að hann var dáinn og þykist segja við hann, að ég hafi aldrei komið hér áður. Hann spyr mig þá, hvort ég ætli nú líka að þræta fyrir að hafa komið til sín fyrr. Ég þykist finna, að þýðingarlaust sé að mótmæla, finnst hann vera reiður, og segist sjá, að honum líði ekki vel. ,,Já,“ segir hann, ,,mér líður illa, mér er haldið hér sem fanga, og verstar eru raddirnar." Um leið og hann segir þetta, bendir hann mér í austur. Þar sé ég upphækk- aðan, kringlóttan pall og yfir honum rauðleitt ljós. Á pallinum miðjum stendur þessi sami maður, en er þar, eftir útliti að dæma, kornungur. 1 kringum hann sitja ungar stúlkur og gráta með ekkasogum, en maðurinn á pallinum horfir glottandi á þær. Ég þykist nú líta á mann- inn, sem hjá mér stendur, sé ég örvæntingu í svip hans og spyr hann, hvaða fólk þetta sé, og hvort maðurinn á pallinum sé bróðir hans. Þá hristir hann höfuðið og segir: „Geturðu furðað þig á, að mér leiðist að heyra þetta og sjá?“ Ég þykist spyrja, hvort ég geti nokkuð fyrir hann gjört, og svarar hann: ,,Já, með því að koma til mín eins og þú gerðir fyrstu kvöldin." Ég þykist segja, að ég skuli koma ef ég geti það. „Þú getur það ef þú vilt, og gleymdu því nú ekki.“ Draumurinn var ekki lengri. Ég skrifaði þennan draum hjá mér morguninn eftir að mig dreymdi hann. Hann stóð svo ljóslifandi í huga mínum, og mér fannst hann athyglisverður. Ég fór að hugsa um, hvort þetta væri markleysa ein, en datt mér þá í hug, að eftir andlát þessa manns hafði ég beðið fyrif sál hans á kvöldin fram að þessum tíma, en var nú hætt því. Gat þessi ásökun um að ég væri hætt að koma til hans, staðið í sambandi við það? En svo kemur annað, sem e. t. v. skýrir þjáningar mannsins í sambandi við ungu stúlkurnar í draumi mín- um: Ég fór nú að grennslast um fortíð þessa manns, en til

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.