Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 33

Morgunn - 01.06.1949, Page 33
MORGUNN 27 blaði fyrir sig. Það einkennilega var, að stundum var hún farin að teikna næstu myndina, áður en hún var búin með þá fyrri, og þá áður en hún var búin að snerta næsta blað. Hún var t. d. einhverju sinni að teikna hálsknýti og teikn- aði þá reykjarstrók við hliðina á því, en á blaðið, sem hún tók næst, hafði maður hennar teiknað logandi eld- spítu. Ályktanir Uptons Sinclairs af tilraunum hans eru m. a. þessar: ,,Hér stöndum vér andspæns þvi, sem er meira en venju- leg fjarhrif (telepathie), því að enginn mannlegur hugur gat vitað, hverja teikningu hún tæki næst úr umslaginu. Meira að segja vissi enginn mannlegur hugur annar en hennar, að hún var að gera þessar tilraunir. Annaðhvort verðum vér að gera ráð fyrir einhverjum yfirmannlegum huga þarna að verki, eða þá að eitthvað hefir komið frá þessum teikningum mínum, og einhver ,,sjónarhæfileiki“ starfandi annar en sá, sem vér þekkjum og notum dag- lega.“ Þessar tilraunir hins alkunna rithöfundar með hæfileika honu sinnar þóttu mjög athyglisverðar, og ritaði hinn alkunni og æfði sálarrannsóknamaður, dr. Walther Frank- bn Prince, all ýtarlega um þær. Victorien Sardou, franski rithöfundurinn heimsfrægi (1831—1908), vakti mikla athygli á sínum tíma með einkennilegum teikning- úm, sem hönd hans dró ósjálfrátt og áttu að vera af bú- stöðum framliðinna manna á Júpíter. Hvort sem menn vhja álíta, að hér hafi verið um að ræða stjörnuna Júpíter sem heimkynni framliðinna manna, eða að hin ósýnilegu

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.