Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 37

Morgunn - 01.06.1949, Side 37
MORGUNN 31 ég einatt tekið þátt í tilraunum með borð á ýmsum stöð- um og með ýmsu fólki. Árangurinn hafði eðlilega orðið misjafn, stundum furðulega góður, en oftar lítilfjörlegur eða þá neikvæður. Stundum fannst mér þá að ekki væri ómaksins vert, að vera að þessu, gerði annað veifið ráð fyrir því að maður væri, að vísu óvitandi, að blekkja sjálfan sig, ályktaði sem svo, að hreyfingarnar á borðinu kynnu að stafa frá ósjálfráðri starfsemi hreyfitauga lík- amans, sem ég hafði heyrt einhvern fræðimann varpa fram, án þess að mér væri fært, að gera mér skiljanlega grein fyrir tilgátuskýringu hans á orsökum og tilefni slíkra fyrirbrigða, en stundum gerðust þau atvik við þessar til- raunir, er ekki var auðvelt að skýra með þessum hætti. Tilviljun, eða hvað? Ég vissi það vitanlega ekki, en úr þessu fýsti mig að fá skorið, ef unnt væri, og þá var vit- anlega eina leiðin að halda þessum tilraunum áfram, er færi gæfist. Fyrstu tilraunir okkar S. H. Kvarans gáfu sæmilegar vonir um árangur. Við þær notuðum við kringl- ótt borð, þrífætt. Platan var um 60—70 sm. að þvermáli, og borðið sennilega um 6—7 kg. að þyngd. Það var traust og kom það sér vel síðar. 1 fyrstu gerðist ekkert, er benti til, að slíkra fyrirbrigða væri von, en með því að nota stafrófið, fengum við oft einkennilega merkilega vitneskju frá þeim, er kváðust vera valdir að hreyfingunum á borð- inu, sögðust þeir einu sinni hafa lifað á þessari jörð. Eftir því, sem lengur leið, virtist þessum aðiljum aukast orka, hreyfingar borðsins urðu ákveðnari og fór þá að bera á því, að borðinu væri lyft nokkura sentimetra frá gólfi. Eitt kvöldið var það þrifið snöggt og óvænt úr höndum okkar, og fundum við þá þvínær samtímis, að fætur þess námu við höfuð okkar. Stundum fundum við, að einn fótur þess hvíldi á höfðum okkar eða þá til skiptis á öxlum okkar. Ef við tókum í borðið, þegar það var í þessum stellingum, var iðulega togað á móti og það dregið af okkur. Stundum tók ég þó þéttingsfast í það. Mér var nú orðið ljóst, að áðurgreind tilgátuskýring mín um orsakir til hreyfinga

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.