Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 41

Morgunn - 01.06.1949, Side 41
MORGUNN 35 að athuga hjá Home, gerðust í heimili mínu. Einu sinni vék hann afsíðis út í eitt horn herbergisins, er stóð autt. Eftir að hann hafði staðið þar svo sem eina mínútu, sagði hann við okkur, að verið væri að hefja sig á loft. Ég sá honum lyft upp frá gólfinu ofurhægt og standa kyrran í lausu lofti nokkrar sekúndur, en þá seig hann ofurhægt niður að gólfinu aftur. Enginn hreyfði sig úr stað meðan þetta gerðist. 1 öðru sinni var mér boðið að koma til hans og athuga fyrirbrigðið að vild. Þá var honum lyft 18 þuml- unga frá gólfinu. Ég brá hönd minni undir fætur hans, meðan hann stóð þannig, umhverfis hann, yfir höfuð hans og fann, að hann var algerlega í lausu lofti. Einatt kom það fyrir, að stólnum, sem hann sat í við borðið, var lyft með honum í, og var lyftingin framkvæmd með einstakri gætni. Þegar þetta gerðist, dinglaði hann fótum sínum á stólnum og hélt höndunum uppi á meðan. Ég hefi þá oft vikið úr sæti mínu, er þessi fyrirbrigði gerð- ust, kraup stundum á gólfið við stól hans og gat gengið úr skugga um, að allir fætur stólsins höfðu lyfzt jafnhátt frá gólfinu, og séð að fætur hans voru eðlilegir í stólnum. Stundum hefir það komið fyrir, þó sjaldnar, að sessunaut- Um hans og stólum þeirra væri lyft upp. Einu sinni vai' t. d. konu minni og stól þeim, er hún sat í, lyft upp með Þessum hætti. Um veruleik þessara fyrirbrigða verður ekki deilt. Það er sannað, að yfirvenjuleg efnisræn fyrirbrigði gerast, en Um leið og þetta er viðurkennt, þá er óhjákvæmilegt, að leita einhverrar skýringar á orsökum þeirra. Þegar lifandi maður er hafinn á loft frá jörðu eða gólfi Uieð einhverjum óvenjulegum hætti, er orsök fyrirbrigð- isins áreiðanlega ekki sú, að líkami hans léttist, í þeim skilningi, að rýrnun verði í vefjum hans eða líffærum, eins og stundum er talið, að eigi sér stað í sambandi við iíkamningafyrirbrigði. Ekkert slíkt er um að ræða. Það, sem í raun og veru virðist gerast, er, að þyngdarlögmálið eða aðdráttaraflið er því veldur, sé gert óvirkt að ein-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.