Morgunn - 01.06.1949, Page 47
MORGUNN
41
Við fyrstu lyftinguna kom í ljós, að vísirinn á mæliskíf-
unni hafði fallið og sýndi 660 pund. Þyngdin, sem var á
voginni, hafði því minnkað um 52 pund. Nákvæmlega sama
varð uppi á teningnum við þá næstu. Við þá þriðju kom í
Ijós, að nú hafði létzt á voginni um 60 pund, og fjórða
og fimmta lyftingin sýndi nákvæmlega sömu niðurstöðu.
Þetta var í samræmi við það, er okkur fannst sjálfum,
er við framkvæmdum lyftingarnar, við töldum okkur
finna, að maðurinn, sem við lyftum, hefði létzt. Hvernig
gerðisl þetta? Hvað olii þessari einkennilegu útkomu?
Ef ég lyfti stóli upp meðan ég stóð á vogarpallinum,
sýndi vísirinn í fyrstu skyndilegan þyngdarauka, því næst
minni þyngd. Ef ég húkti á tánum og rétti mig svo skyndi-
lega upp, var sem ég þyngdist snögglega, en léttist þvi
næst um sömu þyngd. En aldrei varð neins þyngdarauka
vart, er við framkvæmdum lyftingarnar, undantekning-
arlaust var um minnkun þyngdar að ræða, en væri þeim,
er lyft var, haldið á lofti stundarkorn, hækkaði vísirinn
aftur á mæliskífunni jöfnum stigum, unz hann staðnæmd-
ist við hina raunverulegu þyngd.
Ég hefi enga skýringu fram að bera á niðurstöðum þess-
ara vottfestu athugana okkar. Ég get ekki gert mér
neina verulega grein fyrir því, af hverju útkoman varð
þessi. Mér kemur ekki til hugur eitt augnablik að halda
því fram, að sá, er lyft var, hafi létzt í raun og veru, að
líkamsþyngd hans hafi breytzt. Ég segi aðeins frá stað-
reyndunum eins og þetta gerðist, vona að aðrir sannprófi
og athugi niðurstöður mínar, og reyni að finna hvar leki
sé á lögmálskerfi aflfræðinnar, orsökina, er skýri tilefni
niðurstöðu þeirrar, er tilraun okkar sýndi.
Rétt er máske að bæta því við, að skyndiljósmyndir
voru teknar af mæliskífunni meðan á tilrauninni stóð.
Þá skal þess og getið, að ég endurtók þessar tilraunir
tveim árum síðar í Toledo og varð árangurinn sami, en
þyngdartapið varð aðeins minna.
Til samanburðar þessum einkennilegu niðurstöðum þykir