Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 52

Morgunn - 01.06.1949, Page 52
46 MORGUNN hann flytur, hún berst aðeins eftir honum eða fram með honum. Segulorka í segulmagnaðri stöng er ekki mynduð í henni, en getur borizt eftir henni, þegar eindir járn- stangarinnar snúa skautum sínum í sömu stefnu. Gerum málmstöngina glóandi heita, og hún er ekki lengur segul- mögnuð, vegna þess að eindir hennar snúa skautum sín- um sitt í hverja áttina. Segulorkunni er varnað að leið- ast eftir henni unz hún hefir aftur verið segulmögnuð, en þá hafa eindir hennar aftur hlotið eináttar skautstefnu sína. Hliðstætt þessu hefir verið viðurkennt, að skaut- stefnu mannslíkamans megi breyta verulega, þannig, að meiri lífsorka og þróttur fái streymt um hann. Matar- æði er talið auðvelda þetta, líkamsstellingar, göfugar til- finningar og háleitar hugsanir, en yoga-iðkendurnir segja að vissar öndunaræfingar fái miklu um þetta valdið. Ég hefi persónulega sterka tilhneigingu til að ætla, að hljóð- fall eða samstilling sé miklu áhrifameira en einatt er hald- ið, og að þessu sé allt of lítill gaumur gefinn. Ég tel rétt að segja frá einu atviki, sem mér er minnisstætt frá skólaárum mínum, var þá á 18. ári. Um þetta leyti var ég mjög heilsuhraustur, iðkaði stöð- ugt íþróttir, cricket, knattspymu, tennis, leikfimi, hnefa- leika, göngur og hlaup. 1 sumarleyfinu ferðaðist ég fót- gangandi með herbergisfélaga mínum; við fórum fótgang- andi frá Exeter til London. Við fórum vitanlega ýmsa útúrkróka, en gengum að jafnaði 30 mílur dag hvern. Að kvöldi sjöunda dagsins kom dálitið einlcennilegt fyrir okkur. Við virtumst allt í einu vera orðnir svo undarlega léttir, eins og okkur væri örðugt að halda okkur við jörð- ina, að við gætum svifið í loftinu. Þessi einkennilega létt- leika- og lyftingarkenndstóð um 10—12 mínútur. Við reyndum báðir þetta sama og nákvæmlega samtímis, og það varaði jafnlengi hjá okkur báðum. Þetta var óviðjafn- anleg og ógleymanleg stund, reynsla, sem mér liður aldrei úr minni, ólík öllu, sem fyrir mig hefir komið fyrr og síðar. Ekki gat þetta átt eingöngu rætur að rekja til

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.