Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 55

Morgunn - 01.06.1949, Page 55
MORGUNN 49 ber fyrir augu og skynjun sjáandans, sem fólk vill hafa leynd á og vill ekki að borið sé fram fyrir aðra. En með þau mál verður sjáandinn að fara með þeirri varúð, sem frú Guðrúnu Guðmundsdóttur er lagin. Þá er það enn, að margt í sálrænni reynslu manna er svo kynlegt, svo furðulegt og óskiljanlegt, að tvímælis getur orkað, hvort rétt sé, að birta það almenningi. Ýmsa slíka reynslu hefur frú Guðrún fengið, en frá henni er ekki sagt í bókinni, svo að nokkru nemi. Allmargir menn segja þarna frá reynslu sinni á miðils- fundum frúarinnar og nokkrir þeirra, sem til hennar hafa leitað lækninga, segja frá þeim árangri, er þeir telja að náðst hafi. Er í öllu þessu mikill fróðleikur, en flestum mun fara svo, að merkilegast þyki þeim það, sem frú Guðrún segir sjálf um reynslu sína. Kemur þar athugun- argáfa hennar að góðu haldi, því að mjög er fróðlegt að kynnast því, sem hið sálræna fólk segir um ástand sitt, er það fær dulskynjanir sínar. Herra magister Jakob Jóh. Smári fór yfir handritið fyrir frúna og skrifar nokkur formálsorð að bókinni. Þar segir hann m. a.: ,. ... trúi ég ekki öðru, en að lesend- urnir verði gagnteknir af þeim blæ einlægni og sannleiks- ástar, sem leikur um alla frásögnina. Vér skulum fagna þessari tilraun í þá átt, að greiða ögn úr þessu „máli málanna," — hverri tilraun til að varpa ljósi ódauðleikans inn í myrkur grafarinnar.“ MORGUNN flytur frú Guðrúnu Guðmundsdóttur þakk- læti fyrir bókina, og hann vill eindregið hvetja þá, sem ekki hafa eignazt hana enn, til að kaupa hana og lesa. Sem vinargjöf verður þessi bók mörgum kærkomin. Isa- foldarprentsmiðja hefur gefið bókina snoturlega út. Þá hefur Víglundur Möller, bókhaldai'i, safnað saman efni í bók, sem Leiftur hefur gefið út og nefnist „HUNDR- AÐ SANNANIR FYRIR FRAMHALDSLÍFI. ‘ ‘ Slík söfn vottfestra fyrirbrigða, sem að margra dómi 4

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.