Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 58

Morgunn - 01.06.1949, Page 58
52 MORGUNN var samhljómurinn dásamlegur, svo að enginn þeirra, sem þarna voru staddir, hafði nokkurn tíma heyrt þetta leikið svona vel, ekki einu sinni, þegar Liszt lék þetta sjálfur í lifanda lífi, en ég þekkti hann persónulega og þekkti, hversu saman fór hjá honum, er hann lék, átríðuþunginn og mýktin. Auk mín voru þarna staddir aðrir tónlistar- menn, sem heyrt höfðu frægustu slaghörpuleikara Evrópu leika. En það getum við sagt, að svo yfirnáttúrlegan leik höfðum við aldrei heyrt.“ Árið 1907 hætti Jesse Shepard þessu sálræna starfi, en í stað miðilsins kom nú fram rithöfundurinn Francis Grierson. Frægasta bók hans, Valley of Shadows (Skugga- dalurinn) gefur lesandanum lifandi myndir af atburðum hins fjölbreytta og undarlega lífs, sem höfundurinn hafði lifað. Hann sýndi auk þess tvímælalausa snilligáfu sem rithöfundur í bókum sínum, Modern Mysticism, The Celtic Temperament og The Humour of the Underman.“ Draumar og dularfull fyrirbæri úr eigin reynslu. Eftir Lárus Thórarensen frá Akureyri. Fororð. Góðir lesendur. Ég hef lengi ætlað mér að koma þessari grein á prent, ef það gæti orðið til þess að einhverjir veittu henni athygli og færu að hugsa meira um þau mál, sem varða okkur mörgum sinnum meira en allir gullkálfar heimsins. Við megum ekki láta lífið renna svo áfram, að við reynum ekki að skilja tilgang þess, en þá þurfa mennirnir að reyna að þekkja sjálfa sig, sameina

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.